Vikuna 9.-13. júlí mun skátafélagið Hraunbúar standa fyrir útilífsskóla hér í Vogunum fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára. Skólinn hefst kl 10:00 og lýkur um kl 16:00.
Í Útilífsskóla Hraunbúa er þátttakendum gefinn kostur á fjölbreyttri dagskrá og upplifun úti í náttúrunni, þar sem unnið er eftir markmiðum skátastarfsins; að þroska börn og ungt fólk til þess að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Við leggjum metnað okkar í þétta, fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt því að sinna einstaklingnum vel. Lögð er áhersla á útivist, náttúrufræðslu og sjálfsbjargarviðleitni.
Útilífsskóli Hraunbúa er starfræktur í samvinnu við Bandalag íslenskra Skáta. Námskeiðinu líkur svo með sólarhringsútilegu við Hvaleyrarvatn. Gist
verður í tjöldum ef veður leyfir en í skála St. Georgsgildisins ef slæmt veður verður. Í útilegunni verður grillað, haldin kvöldvaka, farið í gönguferðir, bátsferð, póstaleiki o.fl.
Kostnaður í útilífsskólann er 9.500 kr. og er innifalið í því, matur í útileguna og rúta.
Skráning er hafin í Borunni og komast færri að en vilja.