Gönguferðir Umhverfisnefndar halda áfram í júní. Tilgangur ferðanna er að kynnast umhverfi okkar og hafa áhrif á það til góðs.
Allar göngurnar eru léttar.
Nú verður oftast gengið þriðjudagskvöld til að rekast ekki á vinnukvöld Skógræktarfélagsins (þau eru á miðvikudögum í júní).
Hvert | Mæta hvenær | Mæta hvar | Hvað er að sjá? |
Um Brunnastaðahverfi | Þri. 5. júní kl. 19.30 | Við Brunnastaðahverfi | Saga og umhverfi, gamla þéttbýlið okkar. Þar var barnaskólinn í nær heila öld. |
Að Hrafnagjá | Þri.12. júní kl. 19.30 | Við Vogaafleggjara | Náttúruperla í nánasta nágrenni. Hrafnslaupar. |
Hvassahraunskatlar, Brugghellir og Tór | Þri.19. júní kl. 19.30 | Vegöxl Reykjanesbrautar móts við Hvassahraun | Sérstök náttúrufyrirbrigði í alfararleið sem fáir vita um |
Á Keili á Jónsmessu | Lau.23. júní kl.19.30 | Á Höskuldarvöllum við Oddafell | Bæjarfjallið í Sveitarfélaginu Vogar, vonandi gott útsýni og fallegt sólarlag |
Eldborg, Lambafellsgjá og Sóleyjakriki | Þri.26. júní kl. 19.30 | Á Höskuldarvöllum við Eldborg | Sérstök upplifun að ganga eftir Lambafellsgjá. Auðveld ganga |
Allir velkomnir.
Umhverfisnefnd