Á fundi bæjarstjórnar í gær fór fram afhending á tveimur styrkjum úr Afreksmannasjóði Sveitarfélagsins Voga. Þetta er fyrsta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum, en tilgangur hans er að styrkja einstaklinga eða hópa sem skarað hafa framúr í íþróttagrein sinni á landsvísu.
Forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, Birgir Örn Ólafsson, afhenti Huldu Hrönn Agnarsdóttur, sundkonu og Ásgeiri Erni Þórssyni, júdómanni, hvoru 50.000 kr. styrk.
Bæjarstjórn fagnar góðum árangri þeirra og hvetur þau sem og aðra afreksmenn í sveitarfélaginu til frekari dáða í framtíðinni.