Um helgina verður opið hús hjá Nautilus heilsuræktinni í íþróttamiðstöðinni í Vogum.Heilsuræktin er öll hin glæsilegasta að aðstaðan eins og best verður á kosið.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lagði í gær hornstein að Stórheimili Búmanna í Vogum.Verkefnið hefur það markmið að skapa nýjan valkost fyrir eldra fólk, þar sem boðið verður upp á ýmis konar þjónustu.Búmenn hófu byggingu stórheimilis í Vogum á árinu 2006 og verður heimilið tekið í notkun undir lok þessa árs.
Í vetur hafa verið föstudagssamverur kl.8.40.Bekkirnir hafa skipts á að sjá um atriði.Þetta hefur gengið mjög vel.Á skóladagatalinu sem er á heimasíðu skólans er hægt að sjá hvaða bekkur er að sjá um samveruna hverju sinni. Það hefur verið gaman að sjá hvað margir foreldrar hafa komið og heiðrað okkur með nærveru sinni.
Í kvöld skrifaði Jakob Már Jónharðsson undir eins árs samning við knattspyrnudeild Þróttar Vogum um þjálfun meistaraflokks félagsins. Þróttur hefur ákveðið að senda lið til þátttöku í Íslandsmóti á nýjan leik eftir nokkura ára fjarveru. Jakob Már sem er 36 ára, á að baki farsælan feril sem leikmaður og spilaði hann meðal annars með Keflavík og Val í efstu deild karla ásamt því að hafa reynt fyrir sér sem atvinnumaður erlendis.
Fyrir nokkru var lokið við að skrá bókakost bókasafnsins í Gegni, sem er rafrænt skráningarkerfi bókasafna á landsvísu.Nýja kerfið gerir aðgengi að upplýsingum um bókakost betra en áður var.
Síðastliðinn föstudaginn fékk Stóru-Vogaskóli tvo gítara að gjöf frá Lionsklúbbnum Keili í Vogum.Formaður klúbbsins Bergur Álfþórsson og varaformaður Anný Helena Bjarnadóttir afhentu gítarana á föstudagsskemmtun skólans.
Sunnudaginn 7.október var haustfagnaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum í Tjarnarsal, þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.
Nýr sóknarprestur í Kálfatjarnarkirkju, sr.
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir starfsmanni til að sinna daggæslu barna í heimahúsi skv.reglugerð um daggæslu barna í heimahúsi.Mikilvægt er að umsækjandi hafi reynslu af börnum og sæki námskeið til að fá tilheyrandi réttindi eins fljótt og unnt er.
Á mánudagskvöldið var dregið í 32ja liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta.Leikirnir í bikarnum fara fram sunnudaginn 7.október og mánudaginn 8.október.
Laugardaginn 29.september var fremur lítil Andarnefja rekin á land skammt utan við eyðibýlið Brekku undir Vogastapa.Nánari upplýsingar um andarnefju má finna á vef Ísmenntar. http://www.ismennt.is/not/musa/andarnefja.htm
Myndina tók Sverrir Agnarsson.