Síðastliðinn föstudaginn fékk Stóru-Vogaskóli tvo gítara að gjöf frá Lionsklúbbnum Keili í Vogum. Formaður klúbbsins Bergur Álfþórsson og varaformaður Anný Helena Bjarnadóttir afhentu gítarana á föstudagsskemmtun skólans.
Klemens Óli Sigurbjörnsson og Alexander Róbertsson tóku við gíturunum fyrir hönd skólans og spiluðu að því loknu saman á þá.
Gítararnir eiga áreiðanlega eftir að koma sér vel í skólanum á komandi árum og þökkum við í Stóru-Vogaskóla Lionsklúbbnum kærlega fyrir gjöfina.