Í vetur hafa verið föstudagssamverur kl. 8.40. Bekkirnir hafa skipts á að sjá um atriði. Þetta hefur gengið mjög vel. Á skóladagatalinu sem er á heimasíðu skólans er hægt að sjá hvaða bekkur er að sjá um samveruna hverju sinni. Það hefur verið gaman að sjá hvað margir foreldrar hafa komið og heiðrað okkur með nærveru sinni. Foreldrar hafa verð sérstaklega velkomnir á þessar samverur og gaman að sjá sem allra flesta.
Í dag og á morgun eru samræmd próf í 4. og 7. bekk og verður því ekki föstudagssamvera á morgun.
Föstudaginn 2. nóvember sér 1. bekkur um samveruna og væri gaman að sjá sem flesta foreldra koma.
Á morgun er námsefniskynning hjá 8.-10. bekk og hefst hún kl. 8.00. Þá væri gaman að sjá foreldra fjölmenna.
Ég minni á vetrafríið sem hefst í næstu viku 25.-30. nóv.
Bestu kveðjur, Sveinn Alfreðsson skólstjóri