Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Heimsókn nemenda

Heimsókn nemenda

Nemendur í 1.bekk Stóru- Vogaskóla komu óvænt í heimsókn á bæjarskrifstofurnar í dag og funduðu með bæjarstjóra.Krakkarnir voru mjög áhugasamir um bæinn sinn og spurðu mikið.Á myndinni má sjá hluta hópsins ásamt Halldóru Bjarnadóttur kennara.
Bæjarfulltrúar heimsækja Keili

Bæjarfulltrúar heimsækja Keili

Forsvarsmenn Keilis buðu bæjarfulltrúum í Sveitarfélaginu Vogum í heimsókn og skoðunarferð þriðjudaginn 4.september síðastliðinn.
Tómstundastarf eldri borgara

Tómstundastarf eldri borgara

STARFIÐ HEFST MIÐVIKUDAGINN 5.SEPTEMBER  yfir kaffibolla í nýju húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar.Föndur/smíðavinna/hannyrðir  á mánudögum kl.
Laust starf

Laust starf

Sveitarfélagið Vogar auglýsir eftir umsjónarmanni Tjarnarsals Markmið starfsins er að veita leigjendum salarins góða þjónustu við útleigu.  Í starfinu felst umsjón með Tjarnarsal og eldhúsi meðan hann er í útleigu. HæfniskröfurLeitað er að sjálfstæðum og ábyrgum einstakling með ríka þjónustulund. Vinnutími er aðallega um kvöld og helgar. Nánari upplýsingar veitir  bæjarstjóri í síma 424-6660, eða robert@vogar.is
VEIST ÞÚ HVAÐ NEMENDUR HEILSULEIKSKÓLANS SUÐURVALLA ERU FRÁBÆRIR?

VEIST ÞÚ HVAÐ NEMENDUR HEILSULEIKSKÓLANS SUÐURVALLA ERU FRÁBÆRIR?

Nú er tækifærið þitt e.t.v.komið til að fá að upplifa það Okkur vantar nefnilega góða kennara og samstarfsfólk.Nú er laus deildarstjórastaða á eldri barna deild og einnig almennar kennarastöður.Hér er einstakt starfslið sem vinnur vel saman frábært starf.  Við erum öll sammála um að það er mjög gaman að vinna hér, og  það verður enn skemmtilegra þegar við fáum fleiri jákvæða og hressa aðila í hópinn. Ef ekki fæst uppeldismenntað starfsfólk verða aðrar umsóknir teknar til umfjöllunar. Umsóknareyðublöð má nálgast í leikskólanum Suðurgötu 1-5, eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga  Iðndal 2. Nánari upplýsingar veita Salvör Jóhannesdóttir skólastjóri og María Hermannsdóttir aðstoðarskólastjóri í símum 424-6817 og 893-4079.
AF STAÐ á Reykjanesið - Hvalsnesleið 6,5 km

AF STAÐ á Reykjanesið - Hvalsnesleið 6,5 km

Menningar- og sögutengd gönguferð sunnudaginn 2.september kl.11 í boði Reykjanesbæjar og Ferðamálasamtaka Suðurnesja í samvinnu við sjf menningarmiðlun og FERLIR. Gengið frá Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ, Menntavegi 1 að Melabergi, Hvalsnesi.
Opið hús í íþrótta- og tómstundamiðstöðinni

Opið hús í íþrótta- og tómstundamiðstöðinni

Nýja viðbyggingin við Íþrótta- og tómstundamiðstöðina verður opin fyrir gesti og gangandi næstkomandi miðvikudag frá kl 15.30-18.00.
Úrslit ljósmyndasamkeppni Vinnuskólanna

Úrslit ljósmyndasamkeppni Vinnuskólanna

Eins áður hefur komið fram hér á vefnum tóku nemendur í Vinnuskóla Voga þátt í ljósmyndasamkeppni í tilefni Evrópuársins 2007 – Árs jafnra tækifæra.  Mynd þeirra Dagbjartar, Katrínar, Heiðu, Petru & Thelmu sem tóku þátt í hópakeppni, hlaut þriðju verðlaun.  Þær stöllur tóku þessa skemmtilegu mynd sem fylgir hér með og óskum við þeim til hamingju með glæsilegan árangur.
AF STAÐ á Reykjanesið – Sandgerðisvegur, gömul þjóðleið

AF STAÐ á Reykjanesið – Sandgerðisvegur, gömul þjóðleið

Menningar- og sögutengd gönguferð sunnudaginn 26.ágúst kl.11 í boði Ferðamálasamtaka Suðurnesja í samvinnu við sjf menningarmiðlun og FERLIR Lagt af stað frá Sundlauginni í Sandgerði  kl.
Opnun viðbyggingar við íþróttamiðstöðina

Opnun viðbyggingar við íþróttamiðstöðina

Á föstudag var nýja viðbyggingin við Íþróttamiðstöðina í Vogum afhent og formlega tekin í notkun.Mannvirkið er í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, en sveitarfélagið leigir eignina af Fasteign rétt eins og húsnæði Stóru- Vogaskóla og eldri hluta Íþróttamiðstöðvarinnar.