Hljómsveitin Hundur í óskilum sem skipuð er Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni tónlistarkennurum af Norðurlandi hélt tónleika fyrir nemendur Stóru-Vogaskóla þriðjudaginn 6. nóvember. Fyrri tónleikarnir voru fyrir nemendur 1. – 7. bekkjar og þeir seinni fyrir nemendur 8. – 10. bekkjar. Tónleikarnir lukkuðust vel og skemmtu áheyrendur sér greinilega mjög vel. Tónleikarnir voru liður í verkefninu Tónlist fyrir alla.