Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt

Á fundi bæjarstjórnar þann 6. nóvember var samþykkt endurskoðuð fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga og stofnanna bæjarsjóðs. Sem kunnugt er seldi Sveitarfélagið Vogar hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, sem gjörbreytti forsendum upphaflegrar fjárhagsáætlunar.

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar breytist í samræmi við þá tekjuhækkun og er áætlað að sveitarfélagið skili rekstrarafgangi upp á 1.109 milljónir.

Áætlað er að heildartekjur samstæðunnar aukist um 219% frá upphaflegri áætlun 2007. Sú hækkun er að mestu tilkomin vegna sölu á hlut sveitarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja hf. Söluhagnaður er 1.071.900.000 þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnstekjuskatts.

Þar sem óvenjulegu liðirnir vega mjög þungt í áætluninni, er í greinargerð með áætluninni reynt að gera grein fyrir breytingum án þess liðar eftir því sem kostur er.

• Heildarútgjöld án fjármagnsliða hækka um 3% frá upphaflegri áætlun.
o Gert er ráð fyrir að launakostnaður hækki um 2% frá upphaflegri áætlun ársins 2007.
o Gert er ráð fyrir að annar rekstrarkostnaður hækki um 6% frá upphaflegri áætlun ársins 2007.
• Heildartekjur án óvenjulega liða og fjármagnsliða hækka um 4% frá upphaflegri áætlun.

Rekstur samstæðunnar hefur að mestu verið í samræmi við áætlun. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða og óvenjulegra liða er áætluð jákvæð um tæplega 2 milljónir samanborið við áætlaðan halla upp 2,5 milljónir í upphaflegri áætlun.

Samkvæmt upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 110 milljóna lántöku á árinu, en reyndin er að ný lán á árinu eru 45 milljónir. Það lán var að mestu nýtt til að greiða fyrir halla ársins 2006.

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar með fjármagnsliðum, en án áhrifa af sölu hlutafjár er áætluð neikvæð um 37 milljónir, samanborið við áætlaðan halla upp á 41 milljón í upphaflegri áætlun. Rekstarniðurstaðan er því 9% betri en áætlað var.

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar með fjármagnsliðum og óvenjulegum liðum er jákvæð um 1.109 milljónir samanborið við áætlaðan halla upp á tæplega 41 milljón.

Veltufé frá rekstri samstæðunnar er áætlað að verði kr. 78,5 milljónir, samanborið við 70 þúsund kr. í upphaflegri áætlun.

Rekstrarniðurstaða málaflokka (A-hluta) án fjármagnsliða og óvenjulegra liða er áætluð neikvæð um 17,5 milljónir, samanborið við áætlaðan halla upp á 26,5 milljónir í fyrri áætlun. Rekstrarniðurstaðan batnar þannig um tæpar 9 milljónir frá fyrri áætlun.

Reksturinn hefur gengið betur en áætlað var hvort sem er með eða án fjármagnsliða og óvenjulegra liða. Samstilltar aðgerðir bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins eru að skila árangri. Nauðsynlegt er að halda áfram á þessari braut svo nái megi jafnvægi í rekstri. Skatttekjur sveitarfélagsins eru að vaxa með auknum íbúafjölda, en mikilvægt er að halda útgjaldavexti niðri svo jafnvægi náist í samræmi við 3 ára áætlun bæjarstjórnar.

Hér má nálgast endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2007.
Rekstraryfirlit
Rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi