Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga mun framvegis funda í sal félagsmiðstöðvarinnar við Hafnargötu 17-19.Fundur verður haldinn í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 6.
Stórir leikir hjá Þrótti um helgina

Stórir leikir hjá Þrótti um helgina

Körfuknattleikslið Þróttar í Vogum mætir FSu frá Selfossi í kvöld, föstudagskvöld kl.20 í Íþróttamiðstöðinni Vogum.Þróttur á von á að mörgum stórum liðum í heimsókn, svo sem Val og Breiðablik.Hér er hægt að sjá leikjadagskrá liðsins í vetur. Á sunnudaginn kl.
Foreldrar/forráðamenn og annað áhugafólk um ungt fólk og forvarnir.

Foreldrar/forráðamenn og annað áhugafólk um ungt fólk og forvarnir.

Mánudaginn 5.nóvember  kl 19.30 mun Árni Guðmundsson M.Ed Uppeldis- og menntunarfræðingur  fjalla um Unglinga og forvarnir.Fjallað  verður um unglingsárin og allar  þær breytingar sem unglingar ganga í gegnum á  unglingsárunum.    Farið verður í netið og þær hættur sem það veldur í uppeldi unglinga.   Fjallað verður  um forvarnarstarfið síðustu ár og hvernig tekist hefur að breyta ástandi þeirra mála til betri vegar í grunnskólum.  Hvaða einkennir krakka sem eru í áhættuhópum? Hvað ber að varast?Að lokum mun Kristján Freyr Geirsson Forvarnarlögregluþjónn ræða  um stöðu fíkniefnavandans  og hvað ber helst að varast í þeim efnum í dag.   Umræður eftir fræðslu: þar  mun Gyða Hjartardóttir Félagsmálastjóri  taka þátt í og svara fyrirspurnum ásamt þeim Árna og Kristjáni.Fræðslan fer fram í sal Félagsmiðstöðvarinnar  v/Hafnargötu.  Kaffi á könnunni.
Kökubasar 10. bekkjar

Kökubasar 10. bekkjar

Við nemendur í 10.bekk erum að safna okkur fyrir  skólaferðalagi til Danmörku  sem stefnan er á að fara í næsta vor.  Þess vegna þurfum við að vera mjög dugleg og safna okkur peningum til að ferðin gangi upp.
Menningar- og sögutengd ganga um Þórkötlustaðanes

Menningar- og sögutengd ganga um Þórkötlustaðanes

Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar, Saltfiskssetursins og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns verður laugardaginn 3.nóvember og hefst kl.
Forvarnir

Forvarnir

Kæru foreldrar/forráðamenn, Markmiðið með þessu bréfi  er að efla vitund foreldra/forráðamanna um nauðsyn þess að fylgja eftir lögum og reglum sem lúta að útivist barna og unglinga.
Vetur genginn í garð

Vetur genginn í garð

Nú er vetur genginn í garð og konungurinn minnir strax á sig með snjó og frosti.Það er útlit fyrir fallegt veður í dag og því tilvalið að nýta síðasta dag vetrarfrísins til útivistar, t.d.
Söngkeppni Borunnar

Söngkeppni Borunnar

Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldin söngkeppni Borunnar fyrir árið 2007.Keppnin í ár var haldin í Tjarnarsalnum og voru hvorki meira né minna en fjögur atriði þetta árið, sem er alveg frábært!  Atriðin voru hver öðrum betri, en dómnefnd var síðan einróma sammála um hver sigurvegari kvöldsins væri.
Samkeppni um nafn á húsnæði fyrir eldri borgara í Vogum

Samkeppni um nafn á húsnæði fyrir eldri borgara í Vogum

Efnt verður til samkeppni um heiti á nýju húsnæði fyrir eldri borgara í Vogum.Undir lok nýs árs mun húsið verða tekið í notkun, en húsið er byggt upp með það að markmiði að sinna fólki sem vill búa í eigin íbúð en hefur þörf fyrir visst öryggi og nánd við þjónustu.
Þróttur tapaði naumlega fyrir KFÍ

Þróttur tapaði naumlega fyrir KFÍ

Körfuknattleikslið Þróttar í Vogum lék sinn fyrsta heimaleik í fyrstu deildinni í dag gegn KFÍ frá Ísafirði. Þróttarar byrjuðu leikinn mjög vel og náði ágætri forystu, en þegar líða tók á leikinn náðu Ísfirðingar að vinna sig inn í leikinn og höfðu sigur 61-72. Fjölmargir áhorfendur komu á leikinn og hvöttu Þróttara áfram.