Söngkeppni Borunnar

Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldin söngkeppni Borunnar fyrir árið 2007. Keppnin í ár var haldin í Tjarnarsalnum og voru hvorki meira né minna en fjögur atriði þetta árið, sem er alveg frábært! 
Atriðin voru hver öðrum betri, en dómnefnd var síðan einróma sammála um hver sigurvegari kvöldsins væri. Var það hún Hekla Eir Bergsdóttir, sem ásamt bakröddum stóð uppi sem sigurvegari þetta árið. Tóku þær lagið Líf eftir Stefán Hilmarsson en Sigurður Lárusson útsetti lagið sérstaklega fyrir þær stöllur.  Hekla og stelpurnar munu síðan syngja fyrir hönd Borunnar á undankeppni Samfés sem haldin verður hér í Vogunum daga 9. -11. nóvember nk.

Eftir söngkeppnina var síðan haldið þrusu Halloween ball með Dj Valda og skemmtu unglingarnir sér alveg konunglega.

Við óskum stelpunum enn og aftur til hamingju með titilinn.

Fyrir hönd Borunnar

Tinna Hallgrímsdóttir

Á myndunum má sjá sigurvegarann taka lagið, auk mynda frá Halloween ballinu.