Þróttur tapaði naumlega fyrir KFÍ

Körfuknattleikslið Þróttar í Vogum lék sinn fyrsta heimaleik í fyrstu deildinni í dag gegn KFÍ frá Ísafirði.

Þróttarar byrjuðu leikinn mjög vel og náði ágætri forystu, en þegar líða tók á leikinn náðu Ísfirðingar að vinna sig inn í leikinn og höfðu sigur 61-72.

Fjölmargir áhorfendur komu á leikinn og hvöttu Þróttara áfram. Vonandi verður framhald þar á og Þróttur nái að festa sig í sessi sem öflugt körfuboltalið.