Forvarnir

Kæru foreldrar/forráðamenn,

Markmiðið með þessu bréfi  er að efla vitund foreldra/forráðamanna um nauðsyn þess að fylgja eftir lögum og reglum sem lúta að útivist barna og unglinga.

Útivistarreglur er gott stjórntæki fyrir foreldra. Sé þeim fylgt eftir, hafa þær  mikið forvarnargildi, geta m.a. dregið úr neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna. Rannsóknir sýna að börn sem fylgja reglum samfélagsins, vegnar betur í lífinu.
 
Foreldrafélag Stóru-Vogaskóla hefur skipulagt  foreldrarölt um helgar. Foreldrarölt er raunhæf leið í forvörnum og hvatning til foreldra að sýna samstöðu.  Margir hugsa sem svo, á ég að gæta bróður míns? Á ég að bera ábyrgð á öðrum  börnum þegar ég veit hvar barnið mitt er á kvöldin? 

Við þessu er einfalt svar. Með þátttöku í foreldraröltinu getur þú haft áhrif á það félagslega umhverfi sem fjölskyldan býr við. Unglingasamfélagið sem barnið þitt  er ekki þátttakandi í dag getur orðið aðalsvæði þess á morgun. Þess vegna er mikilvægt að móta umhverfið á jákvæðan hátt og foreldrar séu vakandi  yfir því sem er að gerast  meðal unglinga og allir hjálpast að, við að gera gott samfélag betra.

Við sendum ykkur að gjöf segulplatta sem áletrað er á útivistartími barna/unglinga og þær breytingar sem eiga sér stað að vori og að hausti. Gott er að hafa plattann á ísskáp eða á öðrum áberandi stað. Tilgangurinn er að minna okkur stöðugt á gildi þess að fara eftir útivistarreglum.

Kaupum ekki áfengi  handa unglingum!

Kynnum okkur útivistarreglur og förum eftir þeim!

Samþykkjum EKKI eftirlitslaus samkvæmi!                                  


                                      Tómstunda og forvarnarfulltrúi.