Samantekt eftir verkefnisstjórafund Staðardagskrár 21 haldinn í Mosfellsbæ 13.nóv.2007Fulltrúi úr umhverfisnefnd Voga, sat fundinn til upplýsingar. Hugmyndin er að hefja vinnu á næstunni við innleiðingu Staðardagskrár 21 í sveitarfélaginu. Þessi pistill er samantekt eftir fundinn og er settur hér fram íbúum til upplýsingar.Það er ekki hægt að segja að Sveitarfélagið Vogar standi sig illa í umhverfismálum miðað við þau 14 sveitarfélög sem sendu fulltrúa á fundinn. Unnið er að margvíslegum málum í hverju sveitarfélagi fyrir sig og erum við þar enginn eftirbátur – nema ef vera skyldi í fræðslu til íbúa og í innleiðingu grænfánaverkefnisins í grunn- og leikskóla. Í flestum sveitarfélögunum voru fleiri en einn skóli að vinna við eða búinn að fá grænfánann.Fulltrúar frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 lögðu áherslu á að sveitarfélögin nýttu sér ráðgjöf og námskeiðahald sem boðið er upp á. Sú þjónusta er sveitarfélögum kostnaðarlaus en verður að öllum líkindum ekki til staðar eftir 2009 þegar núverandi samningur við ríkisvaldið rennur út.Þjónustan snýst meðal annars um ráðgjöf í einstökum málum t.d.
29. nóvember 2007