Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Laust starf á bæjarskrifstofu

Laust starf á bæjarskrifstofu

Laust er til umsóknar starf á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga.Um er að ræða 70-100% starf við afgreiðslu, almenn skrifstofustörf og verkefni tengd bókhaldi. Hæfniskröfur:• Verslunar- eða stúdentspróf og /eða reynsla af skrifstofustörfum.• Tölvukunnátta er áskilin.• Reynsla og þekking á skjalavörslu og bókhaldi er kostur.• Frumkvæði og sjálstæði í starfi.• Hæfni í mannlegum samskiptum.Umsóknarfrestur er til 18.
Aðventan í Vogum

Aðventan í Vogum

Fyrstu aðventuhelgina notuðu Vogabúar til að hefja jólaundirbúninginn og var mikið um að vera.Víða eru jólaskreytingar komnar upp sem lýsa svo sannarlega upp bæinn, en á næstu dögum verður auglýst eftir tilnefningum að jólahúsi Sveitarfélagsins Voga. Í Stóru- Vogaskóla fór fram jólaföndur að frumkvæði foreldrafélagsins þar sem börn og foreldrar áttu góðar stundir saman við föndrið.
Kveikt á jólatré

Kveikt á jólatré

Sunnudaginn 2.desember (fyrsta sunnudag í aðventu) verður kveikt á jólatrénu okkar í Aragerði kl.16:30.  Við ætlum auðvitað að æfa jólalögin saman og jafnvel dansa í kringum jólatréð.  Heyrst hefur að jólasveinninn verði á ferðinni um Suðurnesin þennan dag….
Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum

Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum

Á vef Vikufrétta er birt viðtal við fráfarandi formann Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum Steinþór Jónsson þar sem hann kallar eftir viðbrögðum Voga og Grindavíkur vegna undirskriftar viljayfirlýsingar þessara tveggja sveitarfélaga auk Hafnarfjarðar um stofnun Suðurlinda, sem fram fór þann 15.
Opið hús. Kynning á raforkuflutningskerfinu

Opið hús. Kynning á raforkuflutningskerfinu

Landsnet hf.gengst fyrir kynningu á fyrirhuguðum raforkuflutningsvirkjum á Reykjanesi laugardaginn 1.desember kl: 11:00 – 16:00 í íþróttahúsinu í Vogum.Kynnt verður áformuð lega og útlit þeirra mannvirkja sem við sögu koma og tengjast raforkuflutningi á Reykjanesi.

Nóvemberpistill umhverfisnefndar

Samantekt eftir verkefnisstjórafund Staðardagskrár 21 haldinn í Mosfellsbæ 13.nóv.2007Fulltrúi úr umhverfisnefnd Voga, sat fundinn til upplýsingar.  Hugmyndin er að hefja vinnu á næstunni við innleiðingu Staðardagskrár 21 í sveitarfélaginu.  Þessi pistill er samantekt eftir fundinn og er settur hér fram íbúum til upplýsingar.Það er ekki hægt að segja að Sveitarfélagið Vogar standi sig illa í umhverfismálum miðað við þau 14 sveitarfélög sem sendu fulltrúa á fundinn.  Unnið er að margvíslegum málum í hverju sveitarfélagi fyrir sig og erum við þar enginn eftirbátur – nema  ef vera skyldi í fræðslu til íbúa og í innleiðingu grænfánaverkefnisins í grunn- og leikskóla.  Í flestum sveitarfélögunum voru fleiri en einn skóli að vinna við eða búinn að fá grænfánann.Fulltrúar frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 lögðu áherslu á að sveitarfélögin nýttu sér ráðgjöf og námskeiðahald sem boðið er upp á.  Sú þjónusta er sveitarfélögum kostnaðarlaus en verður að öllum líkindum ekki til staðar eftir 2009 þegar núverandi samningur við ríkisvaldið rennur út.Þjónustan snýst meðal annars um ráðgjöf í einstökum málum t.d.
Bætt umhverfi

Bætt umhverfi

Það er mjög mikilvægt að halda bænum okkar hreinum og snyrtilegum og hafa starfsmenn bæjarins lagt sig fram í því verkefni.Síðastliðið sumar og nú í haust hafa fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki lagt sig fram um að fegra umhverfi sitt og laga húsnæði. Fyrirtæki hafa lagað til í kringum sína starfsemi og girt af athafnasvæði þannig að sómi sé af.
Opinn íbúafundur um orkumál, umhverfi og atvinnumál

Opinn íbúafundur um orkumál, umhverfi og atvinnumál

Landsnet hf., Hitaveita Suðurnesja hf.og Norðurál ehf.boða til kynningarfundar með íbúum í sveitarfélaginu Vogum fimmtudaginn 29.nóvember n.k.
Fréttabréf leikskóla

Fréttabréf leikskóla

Nýtt fréttabréf Heilsuleikskólans Suðurvalla er komið út og er aðgengilegt hér á vefnum.Þar má meðal annars finna aðventudagskrá leikskólans. Fréttabréf Suðurvalla 4.
Jólaföndur laugardaginn 1. desember

Jólaföndur laugardaginn 1. desember

Kæru nemendur Stóru –Vogaskóla, foreldrar, systkin, afar og ömmur.Á laugardaginn næsta, kl 10:00 mun foreldrafélag skólans standa fyrir jólaföndri í Tjarnarsalnum fyrir 5.