Kæru nemendur Stóru –Vogaskóla, foreldrar, systkin, afar og ömmur.
Á laugardaginn næsta, kl 10:00 mun foreldrafélag skólans standa fyrir jólaföndri í Tjarnarsalnum fyrir 5. – 10. bekk. Yngri nemendur eru þó hjartanlega velkomnir með foreldrum sínum. Miðvikudaginn 4. des verður svo skipulagt jólaföndur með 1.-4. bekk í skólanum á skólatíma.
Til sölu verða 4-5 gerðir föndurpakka á kostnaðarverði. Til staðar verður málning, lím og glimmer. Gott væri ef föndrarar gætu tekið með sér pensla að heiman.
Veitingasala verður í höndum 7. bekkjar, en 7. bekkur er að safna fyrir skólaferð að Reykjum í janúar.
Við viljum hvetja fjölskyldur til þess að gefa sér tíma frá ati hversdagsins og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum/unglingunum í skammdeginu. Höfum það gaman saman og mætum í Tjarnarsalinn á laugardaginn kl 10:00.
Kærar kveðjur, stjórn foreldrafélags Stóru-Vogaskóla.