Landsnet hf. gengst fyrir kynningu á fyrirhuguðum raforkuflutningsvirkjum á Reykjanesi laugardaginn 1. desember kl: 11:00 – 16:00 í íþróttahúsinu í Vogum.
Kynnt verður áformuð lega og útlit þeirra mannvirkja sem við sögu koma og tengjast raforkuflutningi á Reykjanesi. Kort og teikningar verða til sýnis. Sérfræðingar frá Landsneti og ráðgjöfum verða til staðar til að svara fyrirspurnum.
Íbúar í sveitarfélaginu Vogum eru hvattir til að koma á staðinn og kynna sér málið.
Landsnet gegnir lykilhlutverki í markaðsvæðingu raforkukerfisins. Starfsemi þess snertir hvert byggt ból og Íslendinga alla. Landsnet stýrir rekstri og uppbyggingu flutningskerfis raforku og tengir þannig saman framleiðendur og notendur raforku með áreiðanleika, öryggi og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsnet er ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með öfluga liðsheild,
sterka samfélagsvitund og í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Nú geta allir raforkunotendur, þar með talin heimilin í landinu, ráðið af hvaða framleiðanda raforkan er keypt.