Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Álagning fasteignagjalda

Álagning fasteignagjalda

Í byrjun febrúar eiga fasteignaeigendur von á álagningarseðli fasteignagjalda ársins 2008 inn um lúguna hjá sér.Í ljósi þess er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þær forsendur sem liggja til grundvallar álagningunni og þeim breytingum sem verða á milli ára. Álagning fasteignagjalda fer samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr.
Ófærð

Ófærð

Nú í morgunsárið er mikil ófærð á götum og Reykjanesbrautin lokuð.Snjómokstur innanbæjar í Vogum hefst þegar Reykjanesbrautin opnar og snjóruðningstæki komast að. Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir suðvestan 10-18 m/s, við Faxaflóann, hvassast við ströndina og éljagangur.  Vestan 5-10 í fyrramálið en austan 3-8 seint á morgun og smáél.
Íþróttamiðstöð lokuð milli 10 og 14 í dag

Íþróttamiðstöð lokuð milli 10 og 14 í dag

Íþróttamiðstöðin verður lokuð milli kl.10 og 14 í dag vegna öryggisnámskeiða starfsfólks. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda þeim.
Menningarráð Suðurnesja auglýsir styrki

Menningarráð Suðurnesja auglýsir styrki

Auglýst er eftir styrkumsóknum til Menningarráðs Suðurnesja vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurnesjum og menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um menningarmál.
Vel heppnaður íbúafundur um forvarnarmál

Vel heppnaður íbúafundur um forvarnarmál

Í gærkvöldi var haldinn mjög fjölmennur íbúafundur í Tjarnarsal.Rúmlega 200 íbúar mættu til að ræða forvarnarmál í sveitarfélaginu okkar. Fundurinn hófst á því að haldin voru þrjú framsöguerindi, en að þeim loknum var opnað fyrir umræður.
Íbúafundur- Forvarnarþing

Íbúafundur- Forvarnarþing

Sveitarfélagið Vogar, í samstarfi við Lögregluna á Suðurnesjum, boðar til íbúafundar í Tjarnarsal mánudagskvöldið 21.janúar kl.
Snjómokstur

Snjómokstur

Dugnaður tveggja stráka vakti athygli vegfarenda í bænum í dag.  Þar voru á ferðinni þeir Reynir og Bjarmi úr 7.bekk.  Þeir létu snjókomu og kulda ekki fá á sig og mokuðu innkeyrslur og gangstéttar fyrir íbúana.  Þegar myndin var tekin höfðu þeir mokað fyrir eldri borgara í Hvammsgötu og voru að byrja á Brekkugötunni.   Eldri borgarar fá moksturinn frían, að sögn þeirra félaga, en hinir þurfa að borga þúsundkall.  Það þarf varla að hafa áhyggjur af æsku landsins ef umhyggja fyrir öðrum og sjálfsbjargarviðleitni eru látnar vinna saman eins og hér.  Framtak þeirra stráka ætti að vera öðrum hvatning. Þeir félagar eiga eftir að hafa nóg að gera næstu daga því enn er spáð kulda og snjó.   .
Bókasafninu og þreksalnum lokað í dag

Bókasafninu og þreksalnum lokað í dag

Bókasafnið og þreksalnum verður lokað í dag vegna veikinda og viðgerða. Bæjarstjóri
Afleysingastaða matráðs

Afleysingastaða matráðs

Vegna veikindaforfalla vantar matráð í Heilsuleikskólann Suðurvelli um óákveðinn tíma.Viðkomandi þarf að vera snyrtilegur, með jákvætt og hlýlegt viðmót, heiðarlegur, stundvís og samviskusamur.  Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.  Vinnutíminn er  08:00-16:00. Nánari upplýsingar veita Salvör Jóhannesdóttir skólastjóri leikskólans og María Hermannsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 424-6817.        .
Minjafélag Vatnsleysustrandar óskar eftir aðstoð

Minjafélag Vatnsleysustrandar óskar eftir aðstoð

Minjafélag Vatnsleysustrandar varð fyrir tjóni í rokinu sem geysaði í desember.  Hlaðan Skjaldbreið sem reist var um 1850 og stendur á hlaðinu á Kálfatjörn eyðilagðist mikið þegar suðurveggurinn gaf sig og þakið losnaði og lyftist af veggjunum.  Aðrir veggir sem allir eru hlaðnir eru uppistandandi en illa farnir.  Skjaldbreið hefur umtalsvert menningarsögulegt gildi um aðstöðu og lifnaðarhætti útvegsbænda á 19.