Vel heppnaður íbúafundur um forvarnarmál

Í gærkvöldi var haldinn mjög fjölmennur íbúafundur í Tjarnarsal. Rúmlega 200 íbúar mættu til að ræða forvarnarmál í sveitarfélaginu okkar.

Fundurinn hófst á því að haldin voru þrjú framsöguerindi, en að þeim loknum var opnað fyrir umræður. Fundarstjóri var Bergur Álfþórsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar.
1. Erindi Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra
2. Erindi Jóhanns Benediktssonar, lögreglustjóra
3. Erindi Árna Guðmundssonar, uppeldisfræðings.

Fyrir utan framsögumenn tóku 16 fundarmenn til máls á fundinum og voru umræður líflegar. Bæjarbúum er greinilega umhugað um að koma á framfæri okkar ímynd af bænum okkar, þ.e. að hér sé vinalegt og öruggt fjölskyldusamfélag.

Fundarmenn voru ennfremur sammála um mikilvægi þess að efla forvarnarstarf í sveitarfélaginu með auknu samstarfi milli foreldra, stofnanna sveitarfélagsins, íþrótta- og tómstundafélaganna og lögreglunnar.

Bæjarstjóri og lögreglustjóri kynntu samkomulag þess efnis að sveitarfélagið leggi til aðstöðu fyrir forvarnarlögregluþjón í félagsmiðstöðinni, en lögreglan leggi til starfsmann í hlutastarfi frá og með vorinu. Lögreglumaðurinn muni jafnframt starfa með Ungmennaráði sem stofnað verður í vor.

Myndin er tekin í upphafi fundar, en fullt var út úr dyrum í Tjarnarsal.