Ófærð

Nú í morgunsárið er mikil ófærð á götum og Reykjanesbrautin lokuð. Snjómokstur innanbæjar í Vogum hefst þegar Reykjanesbrautin opnar og snjóruðningstæki komast að.

Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir suðvestan 10-18 m/s, við Faxaflóann, hvassast við ströndina og éljagangur.  Vestan 5-10 í fyrramálið en austan 3-8 seint á morgun og smáél. Frost 0 til 6 stig.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðleggur fólki að halda sig heima nú í morgunsárið vegna veðurs og ófærðar á götum.