Snjómokstur

Dugnaður tveggja stráka vakti athygli vegfarenda í bænum í dag.  Þar voru á ferðinni þeir Reynir og Bjarmi úr 7. bekk.  Þeir létu snjókomu og kulda ekki fá á sig og mokuðu innkeyrslur og gangstéttar fyrir íbúana.  Þegar myndin var tekin höfðu þeir mokað fyrir eldri borgara í Hvammsgötu og voru að byrja á Brekkugötunni.   Eldri borgarar fá moksturinn frían, að sögn þeirra félaga, en hinir þurfa að borga þúsundkall. 

Það þarf varla að hafa áhyggjur af æsku landsins ef umhyggja fyrir öðrum og sjálfsbjargarviðleitni eru látnar vinna saman eins og hér.  Framtak þeirra stráka ætti að vera öðrum hvatning.

Þeir félagar eiga eftir að hafa nóg að gera næstu daga því enn er spáð kulda og snjó.