Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Hættulegar akstursíþróttir í Vogum

Hættulegar akstursíþróttir í Vogum

Ég hef áhyggjur af hraðakstri fjórhjóla og annarra öflugra vélhjóla hér á götum og útivistarsvæðum okkar Vogabúa undanfarna mánuði.
Bætt þjónusta fyrir gangandi fólk

Bætt þjónusta fyrir gangandi fólk

Sveitarfélagið hefur tekið í notkun fjölnotatæki sem ætlað er til þess að moka, sópa og sanda gangstéttar og stíga.Með tilkomu vélarinnar batnar þjónusta sveitarfélagsins fyrir gangandi vegfarendur til muna, en gangstéttar og göngustígar hafa ekki verið mjög greiðfærir síðustu misseri.
Stórheimilið Álfagerði vígt

Stórheimilið Álfagerði vígt

Stórheimilið Álfagerði var vígt þann 28.febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn.Stórheimilið er samstarfsverkefni Búmanna hsf.
Fræðsla um fíkniefnaforvarnir

Fræðsla um fíkniefnaforvarnir

Mánudagskvöldið 25.febrúar hittust starfsmenn félagsmiðstöða á Suðurnesjum í félagsmiðstöðinni.Ástæða þess var sú að lögreglan á Suðurnesjum var með fíkniefna námskeið fyrir starfsmenn.
LEIKSKÓLAKENNARAR OG ANNAÐ UPPELDISMENNTAÐ STARFSFÓLK ATHUGIÐ

LEIKSKÓLAKENNARAR OG ANNAÐ UPPELDISMENNTAÐ STARFSFÓLK ATHUGIÐ

Okkur í heilsuleikskólanum Suðurvöllum vantar jákvæðan og hressan leikskólakennara í 100% stöðu sem fyrst.  Staðan felur í sér tímabundna ráðningu í 3 mánuði vegna barnsburðarleyfa, en með möguleika á fastri ráðningu í framhaldinu.Leikskólinn er þriggja deilda í nýlegu, glæsilegu húsnæði með góðri aðstöðu. Ef ekki fæst uppeldismenntað starfsfólk, verða aðrar umsóknir teknar til umfjöllunar. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í leikskólanum, á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga og á netslóðinni:   /THjonusta/Menntun_og_fraedsla/Leikskolinn_Sudurvellir/ Nánari upplýsingar veita Salvör Jóhannesdóttir og María Hermannsdóttirí síma 424-6817.                                                                          
Vígsla Stórheimilisins

Vígsla Stórheimilisins

Stórheimilið við Akurgerði í Vogum verður vígt við hátíðlega athöfn þann 28.febrúar næstkomandi.Stórheimilið er samstarfsverkefni Búmanna hsf.
Bílhræ

Bílhræ

Á útivistarsvæði Vogabúa, undir Vogastapa og nokkrum metrum frá nýju borholunni sem færir okkur kalt vatn hefur einhverjum dottið í hug að losa sig við bílhræ.  Ótrúlegt en því miður satt ! Hjá úrvinnslusjóði er greitt skilagjald fyrir bifreiðar sem afskráðar hafa verið og skilað er inn til förgunar.  Á heimasíðu sjóðsins á www.urvinnslusjodur.is er nánari útlistun á fyrirkomulaginu en þar stendur meðal annars:“Greiða skal skilagjald, 15.000 kr., hverjum þeim sem afhendir gjaldskylt ökutæki til móttökustöðvar til endurnýtingar eða endanlegrar förgunar, enda hafi ökutækið verið afskráð og úrvinnslugjald greitt a.m.k.
Kvennakór Suðurnesja 40 ára – afmælistónleikar

Kvennakór Suðurnesja 40 ára – afmælistónleikar

Fréttatilkynning.Kvennakór Suðurnesja var stofnaður árið 1968 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á þessu ári.  Kórinn er jafnframt elsti starfandi kvennakór á landinu.  Starf kórsins er í miklum blóma um þessar mundir.  Kórkonur héldu nýlega utan til Ítalíu þar sem þær tóku þátt í alþjóðlegri kórakeppni.  Þær stóðu sig með prýði og komu heim með viðurkenningu í gullflokki í farteskinu.  Næstkomandi laugardag ætlar kórinn að halda glæsilega afmælistónleika ásamt Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.  Á efnisskránni er tónlist sem kemur úr öllum áttum.  Fyrir hlé flytur kórinn sýnishorn af þeim lögum sem hann söng í keppninni á Ítalíu en þar tók kórinn þátt í flokki kvennakóra sem fluttu þjóðlög frá eigin landi.  Einnig frumflytur kórinn lag ásamt Dagnýju Þórunni Jónsdóttur sópransöngkonu sem jafnframt er stjórnandi kórsins.  Þetta er lag eftir Eirík Árna Sigtryggsson en hann hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna, nú nýverið.  Hann stjórnar kórnum í þessu verki sínu sem hann samdi sérstaklega fyrir Dagný og kórinn.  Með kórnum verður líka einn þekktasti bassasöngvari þjóðarinnar, Suðurnesjamaðurinn Bjarni Thor Kristinsson og mun hann syngja einsöng með kórnum auk þess sem hann og Dagný syngja tvo dúetta.  Í tveimur lokalögunum fyrir hlé fær kórinn síðan til liðs við sig fjölmargar konur sem hafa sungið í kórnum á þessum 40 árum, en eru ekki starfandi núna.  Píanóleikari er Geirþrúður Fanney Bogadóttir.  Eftir hlé kveður síðan við allt annan tón.  Þá mun kórinn bregða sér í djass-sveiflu og fá til liðs við sig eina bestu big-band hljómsveit landsins, Léttsveit Tónlistarskólans í Reykjanesbæ.  Það er engin spurning að þetta verður frábær skemmtun og ætti enginn að láta þessa tónleika framhjá sér fara, en aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða.Tónleikarnir verða haldnir í sal Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ laugardaginn 23.
Menningarstyrkir á Suðurnesjum- hugarflugsfundur í Tjarnarsal

Menningarstyrkir á Suðurnesjum- hugarflugsfundur í Tjarnarsal

Menningarstyrkir á Suðurnesjum - hugmyndafundur um umhverfi, menningu og minjar verður haldinn í Tjarnarsal fimmtudaginn 21 febrúar kl.20. Kynnt verða verkefni og áhugamál einstaklinga og félaga og rætt um hugmyndir að nýjum verkefnum og hugsanlegu samstarfi og styrkumsóknum. Allir velkomnir. Bergur Álfþórsson, formaður fræðslunefndar Kristinn Sigurþórsson, formaður atvinnumálanefndar Þorvaldur Örn Árnason, formaður umhverfisnefndar Menningarstarf og þróun menningartengdar ferðaþjónustu-         hvað er í gangi?-         hvað gætum við gert? Nýstofnað Menningarráð Suðurnesja, sem ríkið og sveitarfélögin á Suðurnesjum standa að, hefur auglýst styrki vegna menningarstarfs og menningartengdar ferðaþjónustu.
Sérstakar aðgerðir í starfsmannamálum

Sérstakar aðgerðir í starfsmannamálum

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að leggja 6,5 milljónir kr.aukalega í launagreiðslur til starfsmanna sveitarfélagsins á árinu 2008.Tillögurnar eru unnar í framhaldi af vinnu stýrihóps um starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Voga, en fyrstu niðurstöður þeirrar vinnu verða kynntar á næstunni.