Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Blómaskoðun við Vogatjörn 15. júní

Blómaskoðun við Vogatjörn 15. júní

Blómaskoðun verður við Vogatjörn sunnud.15.júní kl.11 - 13.Þann dag er Dagur hinna viltu blóma um öll Norðurlönd.Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Vertu til er vorið kallar á þig !

Vertu til er vorið kallar á þig !

Vorið er komið og grundirnar gróa.Þá er ráð að taka til við vorverkin í garðinum og sínu nánasta umhverfi.Umhverfisvika Sveitarfélagsins Voga er í ár haldin undir slagorðinu ,,Vertu til er vorið kallar á þig!”, en það vísar til þess að allir íbúar sveitarfélagsins taki höndum saman um að gera fallegan bæ snyrtilegan fyrir sumarið.
AF STAÐ á Reykjanesið. Hvassahraun- Straumur.

AF STAÐ á Reykjanesið. Hvassahraun- Straumur.

AF STAÐ á Reykjanesið:  3.ferð, laugardaginn 17.maí, kl.11, Alfaraleið,  Hvassahraun – Straumur.7 kmUpphafsstaður: Akið Reykjanesbraut að skilti þar sem á stendur Hvassahraun, þar er ekin slaufa undir veginn að bílastæði og áningarborði rétt hjá.
Fótboltasumarið að hefjast í Vogum

Fótboltasumarið að hefjast í Vogum

Þróttur Vogum sendir meistaraflokkslið til þátttöku í Íslandsmótinu í sumar, í fyrsta sinn í 8 ár.Sögur af Gullaldarliði Þróttar sem náði sínum besta árangri sumarið 1999 hafa fyrir löngu fest sig í sessi meðal bæjarbúa.
Opnunartími íþróttamiðstöðvar

Opnunartími íþróttamiðstöðvar

Lokað verður Hvítasunnudag. Opið annan í hvítasunnu frá kl 10:00 – 16:00. Lokað 2.júní frá kl 8,30 til 13,00 vegna skyndihjálparnámskeiðs starfsfólks Verið velkomin Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar.
AF STAÐ á Reykjanesið- Ketilsstígur

AF STAÐ á Reykjanesið- Ketilsstígur

AF STAÐ á Reykjanesið:  2.ferð, laugardaginn 10.maí, kl.11, Ketilsstígur, Djúpavatnsleið – Krýsuvík, Sveinshús, 7 km. Til að komast á upphafsstað göngu er ekin Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði að skilti þar sem á stendur Djúpavatn, beygt þar til hægri og ekið að skilti sem á stendur “Ketilsstígur”. Ketilsstígur er hluti þjóðleiðar milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur.
Félagslegar íbúðir fyrir eldri borgara

Félagslegar íbúðir fyrir eldri borgara

Sveitarfélagið Vogar auglýsir lausar til umsóknar tvær nýjar íbúðir fyrir eldri borgara í Álfagerði.Í Álfagerði eru alls þrettán íbúðir fyrir 67 ára og eldri og samtengd þjónustumiðstöð.
Opið hús í Stóru- Vogaskóla

Opið hús í Stóru- Vogaskóla

Opið hús verður í Stóru- Vogaskóla í dag milli kl.13 og 16 fyrir áhugasama umsækjendur um störf við Skólann.Svava Bogadóttir verðandi skólastjóri mun taka á móti umsækjendum með  kaffi og meðlæti og kynna þeim skólann og skólastarfið.
Sveitarfélagið Vogar auglýsir stjórnunar- og skrifstofustörf

Sveitarfélagið Vogar auglýsir stjórnunar- og skrifstofustörf

Sveitarfélagið Vogar er áhugaverður og krefjandi vinnustaður með um 80 starfsmenn í fjölbreyttum störfum.Stefna sveitarfélagsins er að vera eftirsóknarverður vinnustaður og nýta og efla þekkingu starfsmanna í þágu samfélagsins.BæjarritariSveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða í nýja stöðu Bæjarritara á skrifstofu sveitarfélagsins.
Útboð- Götur, gangstéttar og yfirborðsfrágangur

Útboð- Götur, gangstéttar og yfirborðsfrágangur

Sveitarfélagið Vogar óska eftir tilboðum í verkið"GÖTUR, GANGSTÉTTAR OG YFIRBORÐSFRÁGANGUR" Verkið felst í:• Gerð götutengingar og steyptra gangstétta ásamt tilheyrandi regnvatnslögnum við Jónsvör.