Blómaskoðun við Vogatjörn 15. júní

Blómaskoðun verður við Vogatjörn sunnud. 15. júní kl. 11 - 13. Þann dag er Dagur hinna viltu blóma um öll Norðurlönd. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Gönguferðir þessar eru ókeypis fyrir þátttakendur, og ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrir fram, heldur aðeins mæta á auglýstum stað á réttum tíma.

Vogatjörn er lítt röskuð náttúruperla í hjarta þéttbýlisins Voga. Hún er á náttúruminjaskrá ásamt fleiri tjörnum á Vatnsleysuströnd. Villtur gróður er á bakkanum á þrjá vegu, auk þess ýmislegt úti í tjörninni (gott að vera á stígvélum). Skammt frá er smá vallendi (leyfar af gamla Stóru-Vogatúninu) og einnig reskigróður (eftir að byggt var við Stóru-Vogaskóla). Örstutt er til sjávar og sjálfsagt að huga einnig að strandgróðri.
Nánari upplýsingar má finna hér.  http://www.floraislands.is/blomadagur.htm