Þróttur Vogum sendir meistaraflokkslið til þátttöku í Íslandsmótinu í sumar, í fyrsta sinn í 8 ár. Sögur af Gullaldarliði Þróttar sem náði sínum besta árangri sumarið 1999 hafa fyrir löngu fest sig í sessi meðal bæjarbúa. Nú hefst nýtt tímabil, með þátttöku Þróttar í 3. deildinni í sumar og eru væntingar um að árangurinn verði enn betri en á Gullöldinni.
Þróttarar hafa æft af kappi í vetur, en þjálfari þeirra er Jakob Már Jónharðsson fyrrum leikmaður Keflavíkur og Vals í efstu deild karla. Jakob var aðstoðarþjálfari Keflavíkur árið 2004 þegar liðið var bikarmeistari og nú seinast þjálfaði hann fyrstu deildar lið Reynis úr Sandgerði. Óhætt er að segja að Þróttarar séu með einn besta þjálfarann í 3. deildinni.
Á dögunum tók blaðamaður vefsíðunnar fotbolti.net viðtal við Marteinn Ægisson formann meistarflokksráðs knattspyrnudeildar Þróttar og má lesa það viðtal hér. Það er greinilega mikill hugur í Þrótturum og eru bæjarbúar hvattir til að standa þétt við bakið á þeim.