Útboð- Götur, gangstéttar og yfirborðsfrágangur

Sveitarfélagið Vogar óska eftir tilboðum í verkið
"GÖTUR, GANGSTÉTTAR OG YFIRBORÐSFRÁGANGUR"

Verkið felst í:
• Gerð götutengingar og steyptra gangstétta ásamt tilheyrandi regnvatnslögnum við Jónsvör.
• Lagningu frárennslis- og vatnsheimæða með tilheyrandi jarðvinnu og frágangi við Heiðarholt.
• Viðgerðum á köntum og stéttum á ýmsum stöðum um bæinn. Frágangi á opnu svæði með göngustíg og lýsingu ásamt þökulögn.
• Gerð hellulagðra gangstétta og vélsteypts kantsteins ásamt tilheyrandi jarðvinnu á ýmsum stöðum um bæinn. 
Frekari lýsingu er að sjá í útboðsgögnum.

Helstu magntölur eru eftirfarandi:
Uppgröftur                          270 m³
Fyllingar                              670 m³
Hellulagðar gangstéttar     1004 m2
Steyptar gangstéttar          223 m² 
Vélsteyptur kantsteinn      1800 m
Þökulögn                            1650 m²
Malbik                                1840 m²
Fráveitulagnir                    92 m

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30 .september 2008.

Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Voga, Iðndal 2, 190 Vogar, á kr. 3.000,-, frá og með mánudeginum 5. maí 2008.  Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. maí 2008, kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Sveitarfélagið Vogar