Á Vogatjörn eru nú að minnsta kosti tvö pör með unga.Á meðfylgjandi mynd Þorvaldar Arnar Árnasonar náttúrufræðings, má sjá grágæsapar með unga á tjörninni.
Blómaskoðun verður við Vogatjörn sunnud.11.júní kl.11 - 13.Þá er haldinn Dagur hinna viltu blóma um öll Norðurlönd.Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Ólafur Þór Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf frístunda- og menningarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga.Hann var valinn úr hópi átta umsækjenda um starfið.
Ólafur er stjórnmálafræðingur að mennt, með framhaldsmenntun í stjórnsýslufræðum, og hefur mikla reynslu af íþrótta- og tómstundarmálum auk viðamikillar þekkingar á málefnum sveitarfélaga.
Kvennahlaupið fer fram þann 7.júní næstkomandi.Hlaupið hefst kl.11.00 og hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni, en hlaupið er 2 km.Nánari upplýsingar má finna á vef Kvennahlaupsins.Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst til að forðast biðröð á hlaupadaginn.
Sæll kæri Vogabúi.Þessa dagana dvelst undirritaður ásamt hópi listafólks í Minni-Vogum.Er þetta hluti af verkefninu Díónýsíu, sem fer nú fram í annað sinn.
Sveitarfélagið Vogar auglýsir lausar til umsóknar tvær nýjar íbúðir í Álfagerði.Í Álfagerði eru alls þrettán íbúðir og samtengd þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara.