Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Varp á Vogatjörn

Varp á Vogatjörn

Á Vogatjörn eru nú að minnsta kosti tvö pör með unga.Á meðfylgjandi mynd Þorvaldar Arnar Árnasonar náttúrufræðings, má sjá grágæsapar með unga á tjörninni.
Vinnuskóli og leikjanámskeið hafin

Vinnuskóli og leikjanámskeið hafin

Í vikunni hófust leikjanámskeið og vinnuskólinn.Átján börn eru skráð á leikjanámskeiðið og fylgja þau skemmtilegri dagskrá alla vikuna.
Allir á völlinn.

Allir á völlinn.

Allir á völlinn. Heimaleikur Þróttar Vogum 3.flokkur kvenna.Þróttarar fá Snæfellsnes í heimsókn klukkan 14:00 á Vogavelli þann 14.
Dagur villtra blóma sunnudaginn 15. júní

Dagur villtra blóma sunnudaginn 15. júní

Blómaskoðun verður við Vogatjörn sunnud.11.júní kl.11 - 13.Þá er haldinn Dagur hinna viltu blóma um öll Norðurlönd.Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Ólafur Þór Ólafsson ráðinn í starf Frístunda- og menningarfulltrúa

Ólafur Þór Ólafsson ráðinn í starf Frístunda- og menningarfulltrúa

Ólafur Þór Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf frístunda- og menningarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga.Hann var valinn úr hópi átta umsækjenda um starfið. Ólafur er stjórnmálafræðingur að mennt, með framhaldsmenntun í stjórnsýslufræðum, og hefur mikla reynslu af íþrótta- og tómstundarmálum auk viðamikillar þekkingar á málefnum sveitarfélaga.
Nýr leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri

Nýr leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri

María Hermannsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla og tekur hún við af Salvöru Jóhannesdóttur.
Kvennahlaupið 2008

Kvennahlaupið 2008

Kvennahlaupið fer fram þann 7.júní næstkomandi.Hlaupið hefst kl.11.00 og hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni, en hlaupið er 2 km.Nánari upplýsingar má finna á vef Kvennahlaupsins.Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst til að forðast biðröð á hlaupadaginn.

Listahópurinn Dýónýsía kallar eftir sögum, ljóðum eða öðrum textum frá bæjarbúum

Sæll kæri Vogabúi.Þessa dagana dvelst undirritaður ásamt hópi listafólks í Minni-Vogum.Er þetta hluti af verkefninu Díónýsíu, sem fer nú fram í annað sinn.
Grunn- og leikskólakennarar óskast til starfa

Grunn- og leikskólakennarar óskast til starfa

Stóru- VogaskóliStóru - Vogaskóli er glæsilegur skóli, einsetinn og heildstæður með um 220 nemendum og öflugu og hressu starfsfólki.
Félagslegar íbúðir

Félagslegar íbúðir

Sveitarfélagið Vogar auglýsir lausar til umsóknar tvær nýjar íbúðir í Álfagerði.Í Álfagerði eru alls þrettán íbúðir og samtengd þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara.