Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Laus staða hjúkrunarfræðings í Vogum

Laus staða hjúkrunarfræðings í Vogum

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) erum að leita að áhugasömum og kraftmiklum hjúkrunarfræðingi til að koma og starfa við Heilsugæsluna í Vogum.Um er að ræða fjölbreytt starf í heilsugæsluhjúkrun við ung-og smábarnavernd, hjúkrunarmóttöku og skólaheilsugæslu í grunnskólanum í Vogum.Verið er að leita að einstaklingi sem er búsettur í Vogum.  Leitað er eftir einstaklingi sem er jákvæður, með góða þjónustulund og sem sýnir umhyggju í starfi.Um er að ræða framtíðarstarf.   Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.Umsóknir sem greina frá menntun, fyrri störfum og meðmælendum skulu berast til Bjarnfríðar Bjarnadóttur starfsmannastjóra, Mánagötu 9, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á netfangið bjarnfridur@hss.is.
Nemendur úr Kennaraháskólanum í heimsókn

Nemendur úr Kennaraháskólanum í heimsókn

Föstudaginn 11.apríl komu rúmlega 30 nemendur úr Kennaraháskólanum í heimsókn í boði bæjarstjórnar.Bæjarstjóri fór með rútu í Kennaraháskólann, sótti hópinn og kynnti fyrir þeim Vatnsleysuströndina áður en komið var i Voga, en fæst þeirra höfðu farið þá leið.
Vorverkin og umhverfisvika

Vorverkin og umhverfisvika

Nú er sólin að hækka á lofti, snjóinn að leysa og hitinn að ná að yfirbuga frostið.Þá förum við að huga að vorverkum.Undanfarin ár hefur verið sérstök umhverfisvika í Vogum á vordögum.
Nýtt vatnsból tekið í notkun

Nýtt vatnsból tekið í notkun

Nýtt vatnsból Hitaveitu Suðurnesja fyrir Voga var formlega tekið í notkun sl.fimmtudag, 10.apríl.Einnig var ný dælustöð fyrir vatnsveituna tekin í notkun. Hið nýja vatnsból sveitarfélagsins er mikið framfaraskref fyrir Sveitarfélagið Voga.
Menningarstyrkjum úthlutað. Fjögur verkefni í Vogum.

Menningarstyrkjum úthlutað. Fjögur verkefni í Vogum.

Menningarráð Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum til 39 menningarverkefna á Suðurnesjum, samtals að upphæð 17 milljónir króna.Hæstu styrkir námu 1,0 milljón króna en þeir lægstu 100 þúsund krónum.
Laus staða leikskólastjóra

Laus staða leikskólastjóra

Staða leikskólastjóra við Heilsuleikskólann Suðurvelli í Vogum  er laus til umsóknar.  Suðurvellir er vel búinn leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum heilsuleikskóla.
Svava Bogadóttir nýr skólastjóri Stóru- Vogaskóla

Svava Bogadóttir nýr skólastjóri Stóru- Vogaskóla

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt tillögu fræðslunefndar um að ráða Svövu Bogadóttur í starf skólastjóra Stóru- Vogaskóla.
Ný heimasíða Heilsuleikskólans Suðurvalla

Ný heimasíða Heilsuleikskólans Suðurvalla

Ný heimasíðu Heilsuleikskólans Suðurvalla hefur verið tekin í notkun.Netslóðin er www.leikskolinn.is/sudurvellir/Þá munu foreldrar / forráðamenn nemendanna fá afhent lykilorð, svo þeir geti opnað myndasvæði barnsins síns.
Íþróttamaður Voga 2007

Íþróttamaður Voga 2007

Fyrir páska þ.e.á árshátíð skólans þann 13.mars s.l.var íþróttamaður ársins valinn.Íþrótta og tómstundarnefnd fengu nokkrar tilnefningar en voru þau einróma sammála um það að Haukur Örn Harðarson yrði fyrir valinu.
Reykjanesfólkvangur - Reykjaneshryggur. fræðslukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík

Reykjanesfólkvangur - Reykjaneshryggur. fræðslukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík

Sigrún Helgadóttir, líf- og umhverfisfræðingur fjallar um Reykjanesfólkvang sem er um 300 km2 að stærð og langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar hér á landi.