Grunn- og leikskólakennarar óskast til starfa

Stóru- Vogaskóli
Stóru - Vogaskóli er glæsilegur skóli, einsetinn og heildstæður með um 220 nemendum og öflugu og hressu starfsfólki. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar.

Lausar stöður

Umsjónarkennara.
Dönskukennara á unglingastigi
Hönnun og smíðakennara
Textílkennara(saumar)
Tónmenntakennara
Heimilisfræðikennara
Sérkennara

Nánari upplýsingar veita

Sveinn Alfreðsson, skólastjóri í síma 424-6655 og sveinn@vogar.is
Svava Bogadóttir, skólastjóri í síma 849-3898 og svavaboga@simnet.is

Heilsuleikskólinn Suðurvellir
Suðurvellir er vel búinn leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum heilsuleikskóla. Við leikskólann bætist ein deild í ágúst næstkomandi.
Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.
Lausar stöður
Deildarstjóra
Leikskólakennara

Nánari upplýsingar veitir
María Hermannsdóttir, skólastjóri í síma 424-6817 og leikskoli@vogar.is

Sveitarfélagið mun greiða öllum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélagsins 50.000 króna eingreiðslu þann 1. september næstkomandi.
Jafnframt veitir sveitarfélagið starfsmönnum sínum 15.000 króna heilsuræktarstyrk ár hvert.
Sveitarfélagið mun aðstoða við húsnæðisleit.

Sveitarfélagið Vogar er vinalegur bær með um 1.250 íbúa í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Rólegt samfélag með hlýlegri sveitakirkju og skóla við fallega lygna tjörn. Draumastaður barna sem vilja vera frjáls.