Varp á Vogatjörn

Á Vogatjörn eru nú að minnsta kosti tvö pör með unga. Á meðfylgjandi mynd Þorvaldar Arnar Árnasonar náttúrufræðings, má sjá grágæsapar með unga á tjörninni.

Á morgun sunnudaginn 15. júní verður blómaskoðun við tjörnina og í sumar verða sett upp skilti við Vogatjörn til upplýsingar um tjörnina og lífríki hennar.

Íbúar og gestir eru hvattir til að kynna sér plöntu og dýralíf við Vogatjörn, en jafnframt sýna fuglunum viðeigandi tillitsemi við uppeldisstörfin.