Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Boru- Race 2008

Boru- Race 2008

Á dögunum hélt félagsmiðstöðin sitt árlega Boru-Race.Boru-Race er blanda af ratleik og hinum vinsæla raunveruleikaþætti, The Amazing Race.
Tómstundastarfið í sumar

Tómstundastarfið í sumar

Sumarbæklingur tómstundastarfsins er kominn út og hefur verið dreift í öll hús.Skráning stendur enn yfir og er fólk hvatt til að hafa samband við félagsmiðstöðina til skráningar.
Aðalfundur Minjafélags Vatnsleysustrandar

Aðalfundur Minjafélags Vatnsleysustrandar

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 24.maí kl.13:00 í þjónustuhúsinu við Kálfatjarnarkirkju.DagskráHefðbundin aðalfundarstörfÖnnur málMyndasýning frá störfum félagsinsNýir félagar boðnir velkomnirStjórnin  .
Fótboltinn að fara af stað eftir hlé

Fótboltinn að fara af stað eftir hlé

Eins og flestir í Vogunum eru eflaust búnir að taka eftir þá er meistaraflokkurinn hjá Þrótti Vogum aftur farinn af stað eftir nokkurra ára hlé.
Margar hendur vinna létt verk

Margar hendur vinna létt verk

Umhverfisvikan gengur mjög vel og eru allir að leggjast á eitt til að bærinn verði snyrtilegur í sumar.Tæknideild sveitarfélagsins hefur verið á fullu um allan bæ að aðstoða fólk og fyrirtæki við að losna við úrgang og hafa íbúar tekið auknum opnunartíma gámasvæðis Kölku við höfnina fagnandi.
Ný stjórn kjörin á aðalfundi UMFÞ

Ný stjórn kjörin á aðalfundi UMFÞ

Á aðalfundi UMF Þróttar í Vogum var kosin ný stjórn og er hún sem hér segir.Stjórn UMFÞ 2008- 2009Ríkharður S Bragason, formaður.Ivan Kay Frandsen, varaformaðurKristinn Sigurþórsson, gjaldkeriHilmar Egill Sveinbjörnsson, ritariVignir Arason, meðstjórnandiElsa Lára Arnardóttir, varamaðurSkoðunarmenn reikningaLúðvík BárðarsonRóbert Ragnarsson.Ekki náðist að full manna stjórnina en það vantar einn varamann en að öðru leyti er stjórnin fullmönnuð.Athygli er vakin á því allur póstur til UMF Þróttar í Vogum berist að Hafnargötu 17 eða með tölvupósti á throttur@throttur.net einnig vil ég minna á síma félagsins sem er 866-1699 og verður Ríkharður Bragason til svara
Aðalfundur Skógfells

Aðalfundur Skógfells

Aðalfundur Skógræktar-  og landgræðslufélags Vatnsleysustrandarhrepps  verður haldinn miðvikudaginn 28.maí kl.20:00.  Fundurinn verður haldinn á Háabjalla, aðkoma gangandi er um undirgöng á Vogastapa eða akandi um gamla Grindavíkurveginn.Fundarefni: 1.
Hugmyndabanki í umhverfisvikunni

Hugmyndabanki í umhverfisvikunni

Að frumkvæði umhverfisnefndar hafa nemendur í 6.bekk útbúið skreytta kassa sem búar Voga geta sett í litla miða með hugmyndum um hvaðeina sem hægt er að gera til að fegra og vernda umhverfi okkar.
Díónýsía er komin í bæinn

Díónýsía er komin í bæinn

Hópur á vegum listahátíðarinnar Díónýsía er komin í Voga og ætlar hópurinn að vinna að verkum í samvinnu við heimamenn næstu daga.
Opnunartími bókasafnsins í sumar

Opnunartími bókasafnsins í sumar

Bókasafnið Lestrarfélagið Baldur verður lokað frá  20.júní  -  11.ágúst  vegna sumarleyfis bókavarðar. Viðskiptavinir bókasafnsins geta fengið  þjónustu í bókasöfnum Reykjanesbæjar og Grindavíkur á meðan lokað er, samkvæmt  samstarfsamningi bókasafna á Suðurnesjum. Vinsamlega gerið skil á bókum sem eru í vanskilum. Bókavörður