Díónýsía er komin í bæinn

Hópur á vegum listahátíðarinnar Díónýsía er komin í Voga og ætlar hópurinn að vinna að verkum í samvinnu við heimamenn næstu daga. Diónýsía er tækifæri fyrir ungt listafólk til að skapa, gefa af sér til samfélagsins og fá gagnrýni frá ólíkum áhorfendahópi en þau eiga að venjast.

Á morgun, miðvikudaginn 21. maí mun listahópurinn Díónýsía efna til fundar með bæjarbúum í  Vogum og kynna þetta sérstæða verkefni sem heitir Díónýsía – vinnustofudvöl úti á landi. Fundurinn verður í Tjarnarsalnum og hefst kl 21:00.
 
Díónýsía er verkefni sem snýst um vinnustofudvöl blandaðs hóps lista- og fræðimanna í bæjarfélögum á Íslandi. Á síðasta ári fóru litlir hópar á átta mismunandi staði og dvaldi hver hópur í 10 daga í sínu bæjarfélagi.

Okkur er það sönn ánægja að fá að dvelja í ykkar bæjarsamfélagi tímabilið 21. maí til 30. maí. Og vonumst við til að útfrá þessu samstarfi myndist góð og sterk vináttubönd. Og að sköpunarkraftar allra þá sem viðkoma verkefninu fái að njóta sín.

Aðal tilgangur verkefnisins er að stuðla að samstarfi milli lista- og fræðigreina og raunverulegu samstarfi við heimamenn á hverjum stað með virkri þátttöku.
Menningarverkefnið Hlaðan í Minni- Vogum mun sjá þátttakendum fyrir gistingu og vinnuaðstöðu meðan á dvölinni stendur.

Vonumst við að sjá sem flesta á fundinum með sól í hjarta.

Bestu kveðjur

Díónýsía