Fótboltinn að fara af stað eftir hlé

Eins og flestir í Vogunum eru eflaust búnir að taka eftir þá er meistaraflokkurinn hjá Þrótti Vogum aftur farinn af stað eftir nokkurra ára hlé. Spilaðir hafa verið margir æfingaleikir í vetur auk þess sem tekið var þátt í Lengjubikarnum. En núna er Íslandsmótið að fara að hefjast.

Eins og venjan er með lið sem eru að taka sín fyrstu skref í Íslandsmótinu þá hefst baráttan í 3. deild. Í sumar verður Þróttur V. í riðli með KFG, Álftanesi, BÍ/Bolungarvík, Hömrunum/Vinum og Hvíta Riddaranum. Deildin hófst í gær, þriðjudag, þegar KFG sigraði Álftanes 3-2.

Þróttur V. eiga sinn fyrsta leik á föstudaginn þegar þeir fara í heimsókn til Hamrana/Vina á ÍR-velli klukkan 20:30.

Fyrsti heimaleikur er svo mánudaginn 26. maí þegar Þróttarar fá Gnúpverja í heimsókn klukkan 20:00 á Vogavelli og hvetjum við alla til að mæta. Þetta er leikur í 1. umferð Visa-bikarsins og með góðum stuðningi frá áhorfendum er aldrei að vita nema fótboltaliðið sé að fara í sama ævintýri og handknattleikslið Þróttara gerði í vetur.


F.h. meistarflokks Þróttar Vogum
Sigurður Hilmar Guðjónsson