Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Starfsmaður í Íþróttamiðstöð

Starfsmaður í Íþróttamiðstöð

Starfsmaður óskast í 100% starf í vaktavinnu við íþróttamiðstöðina í Vogum, m.a.við vörslu í karlaklefum.Krafist er góðrar sund – og skyndihjálparkunnáttu.Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja.Nánari upplýsingar veitir Jón Mar Guðmundsson forstöðumaður í símum 424-6545 og 862-6576Umsóknarfrestur er til 28.
Forvarnafundur í Tjarnarsal þann 11. febrúar

Forvarnafundur í Tjarnarsal þann 11. febrúar

Á fjölmennum íbúafundi um forvarnarmál þann 21.janúar síðastliðinn var ákveðið að halda opinn fund um forvarnarmál og vímuefnavarnir aftur í febrúar.
Liðsstyrkur til körfuknattleiksliðs Þróttar

Liðsstyrkur til körfuknattleiksliðs Þróttar

Bakvörðurinn Hjörtur Harðarson er genginn til liðs við Þróttara í 1.deild karla í körfuknattleik.Hjörtur mun því leika með Þrótti það sem af lifir þessari leiktíð en kemur til Þróttar frá Grindavík. Hjörtur er reynslumikill bakvörður og spilaði lengst af með Keflavík, en hefur að undanförnu leikið með Grindvíkingum og mun eflaust reynast Þrótturum mikill styrkur í baráttunni.   Daníel Guðmundsson gekk nýverið í raðir úrvalsdeildarliðs Njarðvíkinga frá Þrótti, en Daníel var fyrsti leikstjórnandi hjá Þrótti. Þróttarar eru í fallbaráttu í 1.
16+ kvöld í Borunni

16+ kvöld í Borunni

Fimmtudagskvöldið 31.janúar opnaði félagsmiðstöðin Boran fyrir 16 ára og eldri.Og er ætlunin að hafa opið á fimmtudögum frá kl.
Munum eftir smáfuglunum

Munum eftir smáfuglunum

Í kuldanum og snjónum er ekki úr vegi að minna á smáfuglana sem gleðja okkur með söng sínum á sumrin.Snjótittlingar, skógarþrestir og starar eru þær tegundir smáfugla sem helst sjást í húsagörðum hér í Vogum á veturna.  Fóðrun þeirra kostar ekki mikla peninga né fyrirhöfn.  Snjótittlingar ferðast oftast um í stórum hópum og þiggja gjarnan mulinn maís sem kaupa má í búðum og kenndur er við Sólskríkjusjóð.  Þrestir og starar éta ekki þetta kornmeti en auðvelt er að fóðra þá með ýmsum matarafgöngum úr eldhúsinu s.s.
Leikskólabörn í heimsókn á bæjarskrifstofur

Leikskólabörn í heimsókn á bæjarskrifstofur

Útskriftarnemendur í Heilsuleikskólanum Suðurvöllum komu í heimsókn á bæjarskrifstofurnar miðvikudaginn 23.janúar síðastliðinn.
Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans verður haldinn fyrsta sinn þann 6.febrúar næstkomandi, en verður að árvissum viðburði hér eftir.Félag leikskólakennara átti frumkvæði að Degi leikskólans, en verkefnið er unnið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið. Í tilefni dagsins hefur verið gefinn út bæklingum um Dag leikskólans sem hægt er að nálgast hér að neðan.
Mikið um að vera í forvarnarmálum

Mikið um að vera í forvarnarmálum

Þessa dagana er mikið um að vera í forvarnarmálum í Vogum.Í dag komu fíkniefnahundur og starfsmenn tollgæslunnar í heimsókn og hittu börnin sem eru í fermingarfræðslunni.
Álagning fasteignagjalda

Álagning fasteignagjalda

Í byrjun febrúar eiga fasteignaeigendur von á álagningarseðli fasteignagjalda ársins 2008 inn um lúguna hjá sér.Í ljósi þess er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þær forsendur sem liggja til grundvallar álagningunni og þeim breytingum sem verða á milli ára. Álagning fasteignagjalda fer samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr.
Ófærð

Ófærð

Nú í morgunsárið er mikil ófærð á götum og Reykjanesbrautin lokuð.Snjómokstur innanbæjar í Vogum hefst þegar Reykjanesbrautin opnar og snjóruðningstæki komast að. Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir suðvestan 10-18 m/s, við Faxaflóann, hvassast við ströndina og éljagangur.  Vestan 5-10 í fyrramálið en austan 3-8 seint á morgun og smáél.