Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Nýr sérkennslustjóri í leikskólann

Nýr sérkennslustjóri í leikskólann

Kristín Gísladóttir hefur verið ráðin sérkennslustjóri við Heilsuleikskólann Suðurvelli.Kristín er leikskólakennari að mennt.  Hún útskrifaðist með b-ed gráðu frá Kennaraháskólanum árið 2000.  Hún hefur starfað sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Ösp í Reykjavík frá árinu 2002.  Við bjóðum Kristínu velkomna til starfa.
GJAFMILT FORELDRAFÉLAG!

GJAFMILT FORELDRAFÉLAG!

Foreldrafélag Heilsuleikskólans Suðurvalla gaf leikskólaum rausnarlegar gjafir nýverið.  Það var hestur í íþróttasalinn sem er fjölnota eins og sjá má á myndunum.  Svona hestur hefur verið óskadraumur okkar kennaranna í nokkur ár.  Þá fékk leikskólinn einnig tvo vandaða prentara á eldribarna deildirnar.  Síðan toppaði foreldrafélagið þetta með því að panta nokkrar dýnur í Barnasmiðjunni fyrir íþróttasalinn.  Við öll hér í leikskólanum, bæði börn og starfsfólk þökkum innilega fyrir okkur.
Lausar stöður í grunn- og leikskóla

Lausar stöður í grunn- og leikskóla

Nemendur og starfsfólk í Stóru- Vogaskóla og Heilsuleikskólanum Suðurvöllum í Vogum leita að áhugasömu fólki til samstarfs næsta skólaár.Stóru- VogaskóliStóru- Vogaskóli er glæsilegur skóli, einsetinn og heildstæður með um 220 nemendum.
Flokkstjórar í Vinnuskóla

Flokkstjórar í Vinnuskóla

Lausar eru til umsóknar stöður flokkstjóra í vinnuskóla félagsmiðstöðvarinnar Borunnar sumarið 2007.Starfstímabil 15.maí og fram í ágúst.
Frá hestamönnum í Vogum

Frá hestamönnum í Vogum

Merkingar sem banna umferð mótorhjóla og fjórhjóla hafa verið settar upp við reiðveginn sem liggur frá hesthúsahverfinu í Fákadal og meðfram Stapagötu.  Borið hefur á því að vélhjólafólk noti reiðveginn.  Við það losnar yfirborð hans og hann verður hestum þungfær auk þess sem mikil hætta skapast vegna hávaða. Hestar eru í eðli sínu villtar skepnur, en hafa verið tamdir og hlýða bendingum knapans.  Ef hestar hræðast, eins og gerist gjarnan við óvænt og hávær mótorhljóð, kemur flóttaeðli þeirra fram og getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Börn og fullorðnir stunda hestamennsku í Vogum og á Vatnsleysuströnd.  Öryggi er þeim ofarlega í huga.  Þess vegna er þeim vinsamlegu tilmælum beint að vélhjólafólki að það sneiði framhjá reiðvegum í sveitarfélaginu og noti akvegi sem sjaldan eru langt undan og ætlaðir eru vélknúnum farartækjum.
Linda Sjöfn Sigurðardóttir ráðin aðstoðarskólastjóri

Linda Sjöfn Sigurðardóttir ráðin aðstoðarskólastjóri

Linda Sjöfn Sigurðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Stóru- Vogaskóla næsta skólaár, en hún leysir af Jón Inga Baldvinsson sem fer í námsleyfi. Linda Sjöfn er grunnskólakennari að mennt og stundar meistaranám í Kennaraháskóla Íslands.
Starfsmaður óskast í eldhús Heilsuleikskólans Suðurvalla

Starfsmaður óskast í eldhús Heilsuleikskólans Suðurvalla

Starfsmaður óskast nú þegar í eldhús leikskólans í 100% starf. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast hér á heimasíðunni, í leikskólanum og á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga.
Farfuglar

Farfuglar

Íbúum Voga fjölgar um hundruð, jafnvel þúsundir þessa dagana.  Farfuglar flykkjast nú til landsins.  Helsta sönnun þess að vorið er á næsta leiti og vetur senn að baki.  Ekki er á neinn hallað þó sagt sé að heiðlóan sé sú sem flestir bíða eftir og gleðjast yfir.  Til hennar hefur heyrst og sést hér í bæ að undanförnu. Hingað kemur heiðlóan frá vestur-Evrópu þar sem hún hefur vetursetu.  Um 300.000 pör verpa hér á landi á hverju sumri og hvergi í heiminum mun hún vera algengari.  Fyrir fuglaáhugafólk er nú genginn í garð einn áhugaverðasti tími ársins.   Farfuglar flykkjast til landsins og ýmsir flækingar sem gaman er að kynnast.  Sílamáfur, sandlóa og lóuþræll eru meðal þeirra farfugla sem sjást í fjörunum neðan Voga á þessum árstíma.  Krían er seinna á ferð og kemur að öllu óbreyttu fyrripart maímánaðar.  Vogabúar fyrr á árum héldu því reyndar fram að krían kæmi alltaf 7.
Opnunartími íþróttamiðstöðvar

Opnunartími íþróttamiðstöðvar

Íþróttamiðstöðin verður opin á Sumardaginn fyrsta frá kl.10:00.-16:00Lokað 1.maí Starfsfólk                                                                                                           .
Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Bæjarfulltrúar E- listans verða til viðtals á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga miðvikudaginn 23. apríl frá kl.17 til 19. Bæjarfulltrúar H- listans verða til viðtals á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga laugardaginn 26. apríl frá kl.