Margar hendur vinna létt verk

Umhverfisvikan gengur mjög vel og eru allir að leggjast á eitt til að bærinn verði snyrtilegur í sumar. Tæknideild sveitarfélagsins hefur verið á fullu um allan bæ að aðstoða fólk og fyrirtæki við að losna við úrgang og hafa íbúar tekið auknum opnunartíma gámasvæðis Kölku við höfnina fagnandi. Nú þegar hafa margir gámar af rusli og járni verið fylltir, bæði í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Jafnframt hefur verið komið upp tveimur gámum í frístundabyggðinni í Hvassahrauni.

Fyrstu starfsmenn vinnuskólans eru komnir til starfa og hafa strax hafist handa við slátt og önnur nauðsynleg umhverfisverkefni.

Krakkarnir á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum láta ekki sitt eftir liggja og hafa týnt rusl víða um bæinn, meðal annars við Vogatjörn. Eru þau okkur fullorðna fólkinu góð fyrirmynd.

Íbúar og fyrirtækjaeigendur eru hvattir til að halda áfram þessu góða starfi og klára vikuna með stæl næstkomandi laugardag !

Á myndasíðunni má finna myndir frá ýmsum hreinsunarverkefnum síðustu daga.



Myndasafn