Að frumkvæði umhverfisnefndar hafa nemendur í 6. bekk útbúið skreytta kassa sem búar Voga geta sett í litla miða með hugmyndum um hvaðeina sem hægt er að gera til að fegra og vernda umhverfi okkar.
Kassar eru í N1, Aðalsjoppunni, Íþróttamiðstöðinni og Stóru-Vogaskóla.
Kössunum fylgja litlir miðar til að skrá hugmyndir á.
Góð hugmynd er gulls ígildi og hvetjum við íbúa til að koma sínum hugmyndum á framfæri !