Í vikunni hófust leikjanámskeið og vinnuskólinn. Átján börn eru skráð á leikjanámskeiðið og fylgja þau skemmtilegri dagskrá alla vikuna. Sem dæmi má nefna hafa krakkarnir í ferð til Reykjavíkur í Fjölskyldu og húsdýragarðinn og enduðu síðan daginn á því að grilla þar saman. Einnig hafa þau farið í hjólaferð, veitt síli margt fleira skemmtilegt.
Í Vinnuskólanum eru um það bil 50 unglingar og byrjuðu þau fyrsta daginn á alhreinsun á bænum. Týndu þau rusl allt frá Stapanum og inná Vatnsleysuströnd. Í dag eru þau á fullu að reyta beðin, gróðursetja og slá. Markmið vinnuskólans er að kenna unglingunum stundvísi, framkomu, taka fyrirmælum, vandvirkni, sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu, meðferð verkfæra og afköst.