Opið hús í Stóru- Vogaskóla

Opið hús verður í Stóru- Vogaskóla í dag milli kl. 13 og 16 fyrir áhugasama umsækjendur um störf við Skólann. Svava Bogadóttir verðandi skólastjóri mun taka á móti umsækjendum með  kaffi og meðlæti og kynna þeim skólann og skólastarfið. Stóru - Vogaskóli er glæsilegur skóli, einsetinn og heildstæður með um 220 nemendum og öflugu og hressu starfsfólki.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Umhverfi skólans er einstakt í nágrenni við fjöruna, tjörnina og fjölbreytt fuglalíf. 

Gengið er inn hjá skrifstofu skólans.

Lausar stöður
• Umsjónarkennara á yngsta-, mið- og unglingastigi.
• Íslensku-, dönsku- og stærðfræðikennara á unglingastigi
• Textílkennara(saumar)
• Heimilisfræðikennara
• Smíðakennara
• Sérkennara
• Þroskaþjálfa
• Stuðningsfulltrúa