Sveitarfélagið Vogar auglýsir stjórnunar- og skrifstofustörf

Sveitarfélagið Vogar er áhugaverður og krefjandi vinnustaður með um 80 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Stefna sveitarfélagsins er að vera eftirsóknarverður vinnustaður og nýta og efla þekkingu starfsmanna í þágu samfélagsins.

Bæjarritari
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða í nýja stöðu Bæjarritara á skrifstofu sveitarfélagsins. Bæjarritari hefur yfirumsjón með skrifstofuhaldi og fjármálum bæjarsjóðs og stofnana. Bæjarritari er lykilstarfsmaður við innleiðingu nýs skipurits, starfsmannastefnu og verkferla. Bæjarritari er staðgengill bæjarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði viðskiptafræða eða sambærileg.
• Reynsla eða þekking á fjármálum, stjórnun og rekstri.
• Reynsla eða þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur
• Reynsla eða þekking á sviði verkefnastjórnunar er kostur.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni í að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli.

Frístunda- og menningarfulltrúi
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða í nýja stöðu Frístunda- og menningarfulltrúa. Frístunda- og menningarfulltrúi skipuleggur íþrótta-, frístunda- og menningarstarf á vegum sveitarfélagsins ásamt því að skipuleggja þjónustu við eldri borgara í formi tómstunda og móta og framfylgja forvarnarstefnu sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun og rekstri.
• Reynsla eða þekking á sviði íþrótta-, tómstunda-, forvarnar- og menningarmála.
• Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er kostur.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
• Góð færni í mannlegum samskiptum og samstarfi.

Þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða í stöðu þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofu. Þjónustufulltrúi vinnur við afgreiðslu, almenn skrifstofu- og þjónustustörf og verkefni tengd bókhaldi og skjalavinnslu.

Menntunar- og hæfniskröfur fyrir þjónustufulltrúa:
• Verslunar- eða stúdentspróf og/eða reynsla af skrifstofustörfum.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Reynsla eða þekking á bókhaldi.
• Reynsla eða þekking á skjalavörslu er kostur.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.

Sveitarfélagið Vogar er vinalegur bær með um 1.250 íbúa í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Rólegt samfélag með hlýlegri sveitakirkju og skóla við fallega lygna tjörn. Draumastaður fjölskyldunnar og barna sem vilja vera frjáls og leika sér.
www.vogar.is

Nánari upplýsingar veita
Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í síma 424-6660 og robert@vogar.is
Anna Hulda Friðriksdóttir skrifstofustjóri í síma 424-6660 og anna@vogar.is

Umsóknir skulu berast skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum í síðasta lagi 15. maí næstkomandi. Netfang: skrifstofa@vogar.is