Fræðsla um fíkniefnaforvarnir

Mánudagskvöldið 25. febrúar hittust starfsmenn félagsmiðstöða á Suðurnesjum í félagsmiðstöðinni. Ástæða þess var sú að lögreglan á Suðurnesjum var með fíkniefna námskeið fyrir starfsmenn. Þar mættu þeir Kristján Freyr og Jón Halldór lögreglumenn og héldu stutta kynningu og síðan lýstu þeir vel öllum þeim fíkniefnum sem eru í kringum okkur í dag.

Starfsmenn félagsmiðstöðva reyna að fara á slík námskeið einu sinni á ári enda skiptir það miklu máli fyrir þá að geta greint slík efni og þá hegðun sem fylgir því að vera ánetjaður þeim. Starfsmenn voru mjög ánægðir með þessa kynningu og fannst þeim þeir verða margs vísari um margt sem fylgir fíkniefnum.
 
Félagsmiðstöðin mun standa fyrir öðru svona kvöldi fyrir bæjarbúa í marsmánuði.