Vígsla Stórheimilisins

Stórheimilið við Akurgerði í Vogum verður vígt við hátíðlega athöfn þann 28. febrúar næstkomandi. Stórheimilið er samstarfsverkefni Búmanna hsf. og Sveitarfélagsins Voga um uppbyggingu íbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara.

Við sama tækifæri verður afhjúpaður skjöldur með nafni hússins. Frú Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra lagði hornstein að húsinu þann 19. október síðastliðinn.

Þjónustumiðstöðin verður opin bæjarbúum til skoðunar frá kl. 16 þann sama dag.