Foreldrar/forráðamenn og annað áhugafólk um ungt fólk og forvarnir.

Mánudaginn 5. nóvember  kl 19.30 mun Árni Guðmundsson M.Ed Uppeldis- og menntunarfræðingur  fjalla um Unglinga og forvarnir. Fjallað  verður um unglingsárin og allar  þær breytingar sem unglingar ganga í gegnum á  unglingsárunum.   
Farið verður í netið og þær hættur sem það veldur í uppeldi unglinga.   Fjallað verður  um forvarnarstarfið síðustu ár og hvernig tekist hefur að breyta ástandi þeirra mála til betri vegar í grunnskólum.  Hvaða einkennir krakka sem eru í áhættuhópum? Hvað ber að varast?
Að lokum mun Kristján Freyr Geirsson Forvarnarlögregluþjónn ræða  um stöðu fíkniefnavandans  og hvað ber helst að varast í þeim efnum í dag.  

Umræður eftir fræðslu: þar  mun Gyða Hjartardóttir Félagsmálastjóri  taka þátt í og svara fyrirspurnum ásamt þeim Árna og Kristjáni.

Fræðslan fer fram í sal Félagsmiðstöðvarinnar  v/Hafnargötu.  Kaffi á könnunni.

Allir velkomnir.

Allar nánari upplýsingar fást í síma 424 6882 alla virka daga  kl  9-16.
Tómstunda og forvarnarfulltrúi.