Brunaæfing í Stóru- Vogaskóla

Þriðjudaginn 13. nóvember 2007 fór fram brunaæfing í skólanum með aðstoð Brunavarna Suðurnesja.

Gangar skólans voru reykfylltir og fór þá viðvörunarbjallan af stað. Skólinn tæmdist þá eftir fyrirframgerðri rýmingaráætlun og fóru nemendur á ákveðna staði á skólalóðinni. Þar var tekið nafnakall til að kanna hvort einhverjir væru ókomnir út. Fengu slökkviliðsmenn síðan upplýsingar um hve margir væru enn inni í skólanum. Reykkafarar fóru síðan um skólann til að leita að þeim sem þar voru og gekk það með ágætum.

Frá Brunavörnum Suðurnesja komu fimm slökkviliðsmenn í útkallið. Komu þeir á sjúkrabíl og brunabíl. Æfingin tókst  mjög vel og er ekki nokkur vafi á að slíkar æfingar eru mjög mikilvægur þáttur í skólastarfinu.

Myndir frá æfingunni má sjá á heimasíðu skólans: http://storuvogaskoli.is