Þróttur ræður þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu

Í kvöld skrifaði Jakob Már Jónharðsson undir eins árs samning við knattspyrnudeild Þróttar Vogum um þjálfun meistaraflokks félagsins.
 
Þróttur hefur ákveðið að senda lið til þátttöku í Íslandsmóti á nýjan leik eftir nokkura ára fjarveru.
 
Jakob Már sem er 36 ára, á að baki farsælan feril sem leikmaður og spilaði hann meðal annars með Keflavík og Val í efstu deild karla ásamt því að hafa reynt fyrir sér sem atvinnumaður erlendis. Jakob var aðstoðarþjálfari Keflavíkur árið 2004 þegar liðið var bikarmeistari og nú seinast þjálfaði hann fyrstu deildar lið Reynis úr Sandgerði.
 
Knattspyrnudeild Þróttar lýsir yfir mikilli ánægju að fá Jakob til starfa og eru bundnar miklar vonir við störf hans.
 
Knattspyrnudeildin undirritaði einnig undir tveggja ára samstarfssamning við aðalstyrktaraðila liðsins, byggingaverktakann MARKHÚS og voru nýir búningar félagsins kynntir.
 
 
Meðfylgjandi mynd: frá vinstri til hægri: Markús eigandi Markhúsa, Marteinn Ægisson formaður knattspyrnudeildar Þróttar , Jakob Már Jónharðsson