Menningar- og sögutengd gönguferð var gengin sunnudaginn 12. ágúst frá Kálfatjörn um Þórustaðastíg sem er gömul þjóðleið, að Þórustaðaborginni og Staðarborg sem eru gamlar fjárborgir og til baka að Kálfatjörn.
Gangan gekk mjög vel, en um 50 manns mættu og fengu menningar- og sögutengdan fróðleik um það sem fyrir augu bar á leiðinni. Í lok göngu var Minjanefndin var með kaffisölu og opið hús í Norðurkoti, Skjaldbreið og einnig var kirkjan opin.
Gangan er annar hluti af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða á tímabilinu frá 6.ágúst – 2. sept. ´07. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 3 - 5 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhver heppinn fær góð gönguverðlaun. Dregið verður eftir síðustu gönguna. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir.