AF STAÐ á Reykjanesið – Sandgerðisvegur, gömul þjóðleið

Menningar- og sögutengd gönguferð sunnudaginn 26. ágúst kl. 11 í boði Ferðamálasamtaka Suðurnesja í samvinnu við sjf menningarmiðlun og FERLIR
Lagt af stað frá Sundlauginni í Sandgerði  kl. 11:00. Gengin verður gamla þjóðleiðin milli Sandgerðis og Grófarinnar við Keflavík. Gamla gatan liðast um Miðnesheiðina og er enn vel greinileg þrátt fyrir að fólk fari nú aðrar leiðir milli þessara sveitarfélaga. Á leiðinni ber ýmislegt fyrir augu, s.s. minjar um fólk sem varð úti á heiðinni, hólar og hæðir tengt álfa- og huldufólkssögum, ýmiss örnefni og fleira sem fyrir augu ber. Leiðsögumenn Reykjaness munu miðla fróðleik á leiðinni.
Áætlað er að gangan taki  ca. 3-4 klst. með stoppum. Rútuferð til baka kr. 500. Frítt fyrir börn. Gott er að hafa með sér nesti og góða skó. Allir á eigin ábyrgð.

Gangan er fjórði hluti af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða á tímabilinu frá 6.ágúst – 2. sept. ´07. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 3 - 5 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhver heppinn fær góð gönguverðlaun. Dregið verður eftir síðustu gönguna. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir.

Sigrún Jónsd. Franklín
sjf menningarmiðlun
sjf@internet.is/6918828