Ljósmyndasamkeppni Vinnuskólanna

Í tilefni Evrópuársins 2007 – Árs jafnra tækifæra – var efnt til ljósmyndasamkeppni allra vinnuskóla á landinu. Þema keppninnar var fjölbreytileiki og voru nemendur hvattir til að fanga það í myndefnum sínum.
Vinnuskólinn í Vogum sendi inn mynd og var mynd þeirra Dagbjartar, Katrínar, Heiðu, Petru & Thelmu sem tóku þátt í hópakeppni, valinn í 15 mynda úrslitahóp. Þær stöllur tóku þessa skemmtilegu mynd sem fylgir hér með.

Næstkomandi sunnudag verður verðlaunaafhending í Norræna húsinu þar sem stelpurnar munu vera ásamt starfsmanni og vonum við auðvitað að þær fái frekari viðurkenningu fyrir mynd sína.