Skráning í Frístund

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Frá og  með miðvikudeginum 15. ágúst   er tekið við umsóknum um pláss í Frístund ( heilsdagsskóli).  Vinsamlegast athugið að Frístund getur bara tekið við ákveðnum fjölda barna á hverjum vetri og því er mikilvægt að sækja um sem allra fyrst.  

Frístundaskólinn er ætlaður börnum í 1-3. bekk til afþreyingar eftir skóla.

Margt skemmtilegt er í boðið fyrir börnin, reynt er að hafa fjölbreytni í úrvali afþreyinga. Mikil áhersla er lögð á samvinnu og  samheldni.  

Í vetur hefur Félagsmiðstöðin Boran flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði að Hafnargötu 15-17 ( við hlið íþróttamiðstöðvar) og verður því Frístundin þar til húsa. 

Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um starfsemina fást í Félagsmiðstöðinni alla virka daga milli kl 09-15.30 og í síma 424 6882.

Tómstundafulltrúi.