Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Álagning fasteignagjalda

Á næstu dögum eiga fasteignaeigendur von á álagningarseðli ársins 2009 inn um lúguna hjá sér.Í ljósi þess er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þær forsendur sem liggja til grundvallar álagningunni.
Elstu börn leikskóla í heimsókn á bæjarskrifstofu

Elstu börn leikskóla í heimsókn á bæjarskrifstofu

Elstu nemendur Heilsuleikskólans Suðurvalla komu í heimsókn á bæjarskrifstofurnar í dag, föstudag.Það er árviss viðburður að elstu nemendur komi í heimsókn og skoði bæjarskrifstofurnar, spjalli við starfsfólkið og fundi með bæjarstjóra.
Lóðir lausar til úthlutunar

Lóðir lausar til úthlutunar

Lausar lóðir í VogumMikil uppbygging hefur verið í Vogum undanfarin ár og íbúum fjölgað hratt.Sveitarfélagið er vel staðsett í nágrenni við stærstu markaðssvæði og alþjóðaflugvöll.
Frá Minjafélagi Vatnsleysustrandar

Frá Minjafélagi Vatnsleysustrandar

Minjafélagið hefur fengið til liðs við sig Guðjón Kristinsson grjóthleðslumann og skrúðgarðyrkjumeistara við endurbyggingu á hlöðunni Skjaldbreið á Kálfatjörn.
Stofnfundur - Spotkanie zalozycielskie

Stofnfundur - Spotkanie zalozycielskie

StofnfundurFélags áhugafólks um menningarfjölbreytni á Suðurnesjumí Bíósal Duushúsa 17.janúar 2009 kl.12.00 til 13.30.Tilgangur félagsins er að styðja fjölmenningarlegt og fjölþjóðlegt samfélag á Suðurnesjum.Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. _______________________ Spotkanie zalozycielskieTowarzystwa zainteresowanych roznorodnoscia kulturowa na Suðurnes.Spotkanie odbedzie sie Bíósal Duushúsa 17.
Kynning á svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu

Kynning á svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu

Fimmtudaginn 15 janúar 2009 opnar vefur Samlausnar www.samlausn.is.Samlausn ervettvangur fyrir áætlun fjögurra sorpsamlaga um meðhöndlun úrgangs fram til ársins 2020.Samlögin eru Sorpurðun Vesturlands hf., SORPA bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.
Söngstund í Álfagerði á föstudagkvöldið

Söngstund í Álfagerði á föstudagkvöldið

Söngstund verður í félagssaðstöðu eldri borgara í Álfagerði í Vogum föstudagskvöldið 16.janúar kl.20:00.Þá munu tónlistarhóparnir Uppsigling og Dísurnar kíkja í heimsókn og taka lagið.
Ágætlega sóttur íbúafundur um fjármál

Ágætlega sóttur íbúafundur um fjármál

Um 40 manns mættu á íbúafund um fjármál sveitarfélagsins sem haldinn var í gær.Á fundinum kynnti Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2009, ásamt tillögu um að verðtrygging höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði felld niður fjárhagsárin 2008 og 2009 og þeir fjármunir nýttir til framkvæmda og rekstrar.
Kennari óskast til starfa

Kennari óskast til starfa

Vegna forfalla vantar kennara við Stóru-Vogaskóla.Um er að ræða umsjónarkennslu fyrir 3.bekk, 100% stöðu.Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst með áframhaldandi ráðningu í huga.Stóru- VogaskóliStóru- Vogaskóli er staðsettur í Vogum.
Íbúafundur um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009

Boðað er til íbúafundar í Tjarnarsal þriðjudaginn 13.janúar kl.17.30.Á fundinum verður tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2009 kynnt og rædd, ásamt tillögu um að verðtrygging höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði felld niður.