Lóðir lausar til úthlutunar

Lausar lóðir í Vogum
Mikil uppbygging hefur verið í Vogum undanfarin ár og íbúum fjölgað hratt. Sveitarfélagið er vel staðsett í nágrenni við stærstu markaðssvæði og alþjóðaflugvöll. Samgöngur milli Voga og höfuðborgarsvæðisins eru mjög góðar um tvöfalda upplýsta Reykjanesbraut.

Sveitarfélagið er mjög fjölskylduvænt og hefur verið lögð mikil áhersla á heilsueflingu í starfi leik- og grunnskóla.

Sveitarfélagið Vogar hefur eftirtaldar lóðir lausar til úthlutunar.

Atvinnulóðir
Iðndalur 12. Stærð: 2.411 m2.
Heiðarholt 2. Stærð: 1.500 m2.  Skilgreind fyrir eldsneytisafgreiðslu.
Heiðarholt 2a. Stærð: 2.500 m2. Hentar vel fyrir bílgreinastarfsemi.
Heiðarholt 4. Stærð: 2.728 m2.
Gatnagerð er lokið og lóðirnar tilbúnar til framkvæmda.

Einbýlishúsalóðir
Vogagerði 21. Stærð: 669 m2. Stendur í grónu hverfi.
Vogagerði 23. Stærð: 709 m2. Stendur í grónu hverfi.
Gatnagerð er lokið. Á lóðunum stendur gamalt bárujárnsklætt  timburhús sem bíður niðurrifs. Verkefni sem getur hentað vel fyrir verktaka.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofu í síma 440-6200 eða með því að senda t- póst á netfangið skrifstofa@vogar.is

Samþykkt um gatnagerðargjald í Sveitarfélaginu Vogum
Úthlutunarreglur má nálgast hér