Menningarverkefnið Hlaðan hefur hafið undirbúning sumarnámskeiðs fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-12 ára og 13-16 ára.Námskeiðið ber vinnutitilinn Kvik og leik en þátttakendur fá tækifæri til þess að kynnast hinum ýmsu þáttum kvikmyndagerðar.
Meðal þess sem þátttakendur fá þjálfun í er story-board gerð, handritagerð, hreyfimyndagerð (animation/stopmotion), kvikmyndataka, leik og eftirvinnslu (klipping og hljóð).Umsjón verður í höndum þeirra Guðnýjar Rúnarsdóttur myndlistar- og kvikmyndagerðarmanns og Markúsar Bjarnasonar tónlistarmanns.
26. janúar 2009