Þrettándagleði Sveitarfélagsins Voga 2009
Þriðjudaginn 6.janúar kl.18:00Kyndlaganga ásamt kóngi og drottningu í broddi fylkingar, hefst við félagsmiðstöð. Gengið verður niður Hafnargötuna, inn Vogagerðið og alveg út að Álfagerði, verður síðan gengið Ástarbrautina að brennunni við skólann. Kveikt verður í bálkestinum á áfangastað þar sem verður þar sungið og trallað. Flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar Skyggnis verður við brennuna.Eftir flugeldasýninguna höldum við í Tjarnarsalinn, þar sem verður smá gleði, sungið og dansað.Allir 12 ára og yngri fá glaðning.
02. janúar 2009